Samgönguslys

Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Sæ­braut

Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Féll af hjóli í Urriðaholti

Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á gangandi veg­faranda og stakk af

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum vegna umferðarslyss þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar klukkan 18:15 í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna slysið.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Reykja­nes­braut

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut, skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ í dag eftir að ökutæki sem hann ók valt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur orð um rafskútur

Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hjólin éti upp árangurinn

Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra bif­reiða á­rekstur

Sjúkralið og lögregla voru kölluð til í dag vegna fjögurra bifreiða áreksturs í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys við álverið í Straumsvík

Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur

Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Innlent
Fréttamynd

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi

Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur í Lækjar­götu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tveir bílar rákust saman í Lækjargötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan átta í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys á bæði Þela­merkur­vegi og Hörg­ár­dals­vegi

Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Innlent