Samgönguslys

Fréttamynd

Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga

Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum

Innlent
Fréttamynd

Banaslys nærri Húnaveri

Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós.

Innlent
Fréttamynd

Var 100 metrum frá því að stranda

Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær.

Erlent