Franski boltinn

Fréttamynd

Allir leik­menn til sölu

Það er ófremdarástand hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Lyon. Félagið þarf að safna hundrað milljónum evra áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry hættir eftir silfrið

Thierry Henry er hættur sem þjálfari franska U-21 árs landsliðsins. Undir hans stjórn unnu Frakkar til silfurverðlauna í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír leik­menn Marseil­le með vafa­sama for­tíð

Marseille vann 5-1 stórsigur á Brest í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Í byrjunarliði liðsins mátti finna tvo leikmenn sem hafa verði sakaðir um kynferðisofbeldi, annar gegn börnum, og svo leikmann sem var valdur að banaslysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé kaupir fót­bolta­lið

Franski fótboltamaðurinn Kylian Mbappé hefur haft nóg að gera í sumar. Hann keppti á Evrópumótinu með Frökkum, lét drauminn rætast með því að semja við Real Madrid og hefur nú einnig keypt sér fótboltalið.

Fótbolti
Fréttamynd

Moldrík og virðist ætla að um­turna kvennafótbolta

Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea fær fram­herja frá Barcelona og Earps til PSG

Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon

Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Will Still vill stilla á­fram upp í Frakk­landi

Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fóru yfir það besta frá „syni Haraldar“

Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir franska efstu deildarliðsins Lille fyrir nýafstaðið tímabil. Eftir að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku þá átti hann erfitt uppdráttar fyrst um sinn í Frakklandi en sýndi hvað í sér bjó á síðari hluta tímabilsins.

Fótbolti