Íþróttir

Fréttamynd

Kimi er sá fljótasti

Fyrrum heimsmeistarinn  í Formúlu eitt kappakstri, Jackie Stewart, segir að Kimi Raikkönen hafi tekið við af Michael Schumacher sem fljótasti ökumaðurinn í íþróttinni í dag, en hrósar þó liði Renault fyrir gott gengi í keppnum ársins.

Sport
Fréttamynd

Þetta er ekki búið enn

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist alls ekki vera farinn að fagna meistaratitli ökumanna í Formúlu eitt, þó hann hafi 27 stiga forystu á næsta mann þegar aðeins 40 stig eru eftir í pottinum.

Sport
Fréttamynd

Sundmaður féll á lyfjaprófi

Ari Gunnarsson, 21 árs gamall sundmaður úr Ármanni, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hann fór í þegar hann keppti í bikarkeppni Sundsambandsins í júlí.

Sport
Fréttamynd

Ísland sigraði í hjólreiðakeppni

Um helgina var háð hér á landi hin árlega hjólreiðalandskeppni milli Íslendinga og Færeyinga, þar sem fremstu hjólreiðagarpar þjóðanna etja kappi. Það voru Íslendingar sem hrósuðu sigri þetta árið, eftir að þeir færeysku höfðu haft betur þrjú ár í röð.

Sport
Fréttamynd

Landsliðið komið til Búlgaríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti á flugvellinum í Sofíu í Búlgaríu fyrir klukkutíma en liðið leikur gegn heimamönnum á miðvikudag. Að sögn Loga Ólafssonar landsliðsþjálfara verður æfing síðdegis og síðan ein æfing á morgun.

Sport
Fréttamynd

Keppni hafin í þýska handboltanum

Fyrsta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fór fram um helgina. Magdeburg tapaði fyrir Wetzlar, 35-34, Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar, Sigfús Sigurðsson skoraði eitt fyrir Magdeburg.

Sport
Fréttamynd

Brasilía kjöldró Chile

Brasilía tryggði sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Þýskalandi í gærkvöldi þegar liðið kjöldró Chile á heimavelli með fimm mörkum gegn engu. Adriano skoraði þrennu og Robinho og Juan sitt markið hvor.

Sport
Fréttamynd

Óskar Alonso til hamingju

Heimsmeistarinn Michael Schumacher hjá Ferrari hefur óskað Spánverjanum Fernando Alonso til hamingju með titil ökumanna, þrátt fyrir að enn séu nokkrar keppnir eftir af tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

De la Rosa frábær á Monza

Pedro de la Rosa, tilraunaökumaður McLaren-liðsins ók hraðast allar á æfingu á Monza-brautinni á Ítalíu en þar fer fram keppni í Formúlu 1 um helgina. Tími hans í dag var sekúndu betri en brautarmetið sem Rubins Barrichello setti í keppninni þar í fyrra. Mark Webber varð annar í dag - 1,4 sekúndu á eftir de la Rosa.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Egyptum

Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði fyrir Egyptalandi 3-0 í öðrum leik á 4 landa móti í Nígeríu í gærkvöld. Egyptar unnu fyrstu hrinuna með aðeins 3 stigum, 25-22, en hinar næstu voru ekki eins spennandi. Önnur hrinan endaði 25-9 og sú þriðja 25-14. Á morgun leika Íslendingarnir við svo við Englendinga en þær unnu Nígeríu í gær, 3-0.      

Sport
Fréttamynd

Rochemback fer til Middlesbro

Brasilíumaðurinn Fabio Rochemback var í gær seldur frá Barcelona til Middlesbro. Barcelona keypti Rochemback á 770 milljónir króna í júlí 2001 en honum gekk illa að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann var því lánaður til Sporting. Middlesbro þarf aðeins að borga 116 milljónir króna fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Liverpool missti af Sabrosa

Liverpool mistókst að ganga frá kaupum á nýjum leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í gær. Portúglalski útherjinn Simao Sabrosa var á leið til Liverpool í gær fyrir 10 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Tveir reknir fyrir drykkjuskap

Lawrie Sanchez landsliðsþjálfari Norður Íra hefur rekið 2 leikmenn úr landsliðshópnum fyrir drykkjuskap. Jeff Whitley og Phil Mulryne leikmann Cardiff City duttu í það í gær þegar flugi þeirra frá Cardiff til Belfast var frestað. Þegar þeir skiluðu sér á hótel landsliðsins voru þeir búnir að missa af fyrstu æfingunni og héldu þá áfram að sitja á sumbli.

Sport
Fréttamynd

Ramos til Real Madríd

Real Madríd keypti í gær spænska varnarmanninn, Sergio Ramos frá Sevilla og borgaði fyrir hann rúma 2 milljarða króna. Real Madríd notaði því fjárhæðina sem félagið fékk fyrir söluna á Michael Owen og þurfti að bæta við 165 milljónum króna að auki.

Sport
Fréttamynd

Björgvin í sigursæti í Ástralíu

Björgvin Björgvinsson sigraði í svigkeppni í Ástralíu í morgun. Sindri Már Pálsson varð sjöundi og Kristinn Ingi Valsson áttundi. Kristján Uni Óskarsson keyrði út úr brautinni í seinni ferðinni. Björgvin Björgvinsson hefur forystu í stigakeppni þessa móts en þarna keppa skíðamenn aðallega frá Nýja Sjálandi og Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

NFL gefa til hjálparstarfs

Amerísku fótboltasamtökin, NFL, gáfu í gær eina milljón bandaríkjadala eða 63 milljónir íslenskra króna til hjálpar og uppbyggingarstarfs eftir eyðileggingu af völdum fellibylsins Katrínar.

Sport
Fréttamynd

Þóra fékk ryksugu

Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna í knattspyrnu, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2007 síðastliðinn sunnudag, en liðin mættust í Karlskoga í Svíþjóð.  Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Nígeríu

Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði í gær fyrir Nígeríu í 4 hrinum í fyrsta leik sínum á fjögurra landa móti sem fram fer í Nígeríu. Íslenska liðið vann fyrstu hrinuna, 25-23, en tapaði þremur næstu, 25-10, 25-13 og 25-14. Íslenska liðið mætir Egyptum í dag en þeir lögðu Englendinga í gær, 3-0.

Sport
Fréttamynd

Roddick úr leik

Óvænt úrslit urðu á opna Bandaríska meistaramótinu í tennis í gærkvöldi þegar Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick féll úr keppni í fyrstu umferðinni.  Roddick beið lægri hlut fyrir Gilles Muller frá Lúxemborg.  Muller vann þrjár lotur allar 7-6.  Roddick sigraði á opna Bandaríska mótinu fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Schumacher svartsýnn

Nú er sem allur vindur sé úr heimsmeistara Michael Schumacher, því hann viðurkenndi í viðtali að Ferrari ætti tæplega möguleika á verðlaunasæti á Monza brautinni á Ítalíu um helgina.

Sport
Fréttamynd

Rusedski og Henman úr leik

Bestu bresku tenniskapparnir Tim Henman og Greg Rusedski eru báðir úr leik strax í fyrstu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Henman tapaði fyrir Spánverjanum Fernando Verdasco í þremur settum og Rusedski tapaði fyrir Bandaríkjamanninum James Blake í fjórum settum.

Sport
Fréttamynd

Þrenn verðlaun á NM í frjálsum

Íslendingar unnu til þrennra verðlauna á Norðurlandamóti unglinga í frjálsum íþróttum í Noregi í gær. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ vann sigur í langstökki, stökk 7,11 metra. Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH var í 2.sæti í kringlukasti með 45,22 metra.

Sport
Fréttamynd

Kvennalandsliðið gegn Svíum í dag

Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur gegn Svíum í dag í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið árið 2007. Sænska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst er að leikurinn verður gríðarlega erfiður fyrir íslenska liðið enda eru Svíar á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Í hópi þeirra efnilegustu í Evrópu

Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Enska fyrsta deildin í gærkvöldi

QPR og Sheffield Wednesday gerðu markalaust jafntefli í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Reading lið Brynjars Björns Gunnarssonar og Ívars Ingimarssonar mætir Watford á útivelli í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 16.05 en Reading er í efsta sæti deildarinnar með níu stig en Watford í fimmta með sjö stig.

Sport
Fréttamynd

Boris í góðum anda

Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Liverpool náði ofurbikarinn

Liverpool tryggði sér ofurbikar Evrópu, Super Cup, í þriðja skipti eftir sigur á CSKA Moskvu, 3-1, í Mónakó í gærkvöldi í árlegur leik meistara Evrópumótanna í knattspyrnu. Rússarnir komust yfir í fyrri hálfleik með marki Daniels Carvalho.

Sport
Fréttamynd

Suðurnesjatröllið

Nú stendur yfir keppni í Suðurnesjatröllinu en þetta er síðasta mót sumarsins í keppninni um sterkasta mann Íslands. Kraftajötnarnir byrja í dag kl 13:30 við Vitann í Garði og þar verður keppt í Drumbalyftu og Hleðslu síðan fara kapparnir til Grindavíkur klukkan fjögur og keppa í lóðkasti yfir rá og helluburði.

Sport
Fréttamynd

Þórey Eddda í sjöunda sæti

Þórey Edda Elísdóttir lenti í sjöunda sæti á gullmóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Brussel í gærkvöldi. Hún stökk 4,33. Heimsmethafinn Jelena Isinbajeva sigraði stökk 4 metra og 93 sentimetra og var nokkuð frá heimsmeti sínu. Kenensia Bekele frá Eþiópíu bætti eigið heimsmet í 10.000 metra hlaupi um tæpar þrjár sekúndur. Hann hljóp á á 26 mínútum, 17.53 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Suðurnesjatröllið hefst í dag

Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands verður háð nú um helgina, en hún ber heitið Suðurnesjatröllið 2005. Þar verða samankomnir margir af hrikalegustu aflraunamönnum landsins, með þá Auðun "Verndara" Jónsson og Kristin "Boris" Haraldsson í fararbroddi.

Sport