Íþróttir

Fréttamynd

Björgvin annar

Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, lenti í öðru sæti á stigamóti í stórsvigi í Ástralíu í dag. Hann var 14/100 á eftir sigurvegaranum. Björgvin fær 15,57 FIS stig fyrir vikið sem er hans besti árangur. Áður hafði hann best náð 26,76 punktum í stórsvigi. 

Sport
Fréttamynd

Owen hafnaði tilboði Everton

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá spænska stórliðinu Real Madrid hefur hafnað tilboði Everton um að ganga til liðs við félagið. Everton bauð 10 milljónir punda í Owen en því var hafnað en Owen hafði ekki áhuga á að fara til liðsins.

Sport
Fréttamynd

Mæta Dönum í dag

Íslendingar mæta Dönum í dag í milliriðli á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta í Ungverjalandi. Strákarnir steinlágu fyrir Egyptum í gær með 25 mörkum gegn 30. Árni þór Sigtryggsson var markahæstur og skoraði átta mörk. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Gerrard enn frá vegna meiðsla

Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sport
Fréttamynd

Armstrong segist saklaus

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur enn eina ferðina verið sakaður um að hafa neitt ólöglegra lyfja og nú fyrir stuttu hélt franska blaðið L´equipe því fram að hann hefði notað ólögleg lyf árið 1999.

Sport
Fréttamynd

Víkingur og Fjölnir saman

Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Schumacher ekki á leið frá Ferrari

Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins.

Sport
Fréttamynd

Lárus tekur við Aftureldingu

Lárus Grétarsson mun stýra annarrar deildarliðinu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðustu þremur leikjum liðsins en Ólafur Geir Magnússon var látinn taka pokann sinn um síðustu helgi eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu. Afturelding er í níunda sæti og í mikilli fallhættu.</font />

Sport
Fréttamynd

Bergur bætti eigin Íslandsmet

FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson bætti Íslandsmet sín í tveimur flokkum (19-20 ára og 21-22 ára) í sleggjukasti um 1,18 metra og var aðeins 30 sentimetra frá íslandsmetinu í karlaflokki en það er í eigu Guðmundar Karlssonar, Bergur Ingi kastaði 65,98 metra á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni mótsins með 316 stig en FH var í öðru sæti með 195

Sport
Fréttamynd

Búið að velja búlgarska liðið

Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgaríu og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen.

Sport
Fréttamynd

Dagný Linda fær nýjan þjálfara

Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hefur fengið nýjan þjálfara. Hann heitir Dejan Poljansek og er frá Slóveníu. Hann hefur þjálfað Heimsbikarlið Slóvena í karla og kvennaflokki frá árinu 1986 ásamt því að þjálfa hinn þekkta skíðamann Jure Kosir.

Sport
Fréttamynd

Urðu aftur strandblaksmeistarar

Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu í gær Íslandsmeistarar í strandblaki annað árið í röð. Þær Karen Gunnarsdóttir og Birna Baldursdóttir endurtóku einnig leikinn frá því í fyrra og vörðu Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza.

Sport
Fréttamynd

Schumacher ver ekki titilinn

McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Sigurður og Ísak juku forystu sína

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal.

Sport
Fréttamynd

Höiom sigraði annað árið í röð

Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Á ein von um gullpottinn

Rússneska stúlkan Tatjana Lebedeva sigraði í þrístökki á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í gærkvöldi. Lebedeva, sem keppti ekki á heimsmeistaramótinu í Finnlandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, stökk 14 metra og 94 sentímetra. Hún er eini íþróttamaðurinn sem enn þá á von um að vinna eina milljón dollara en það er upphæðin sem þeir íþróttmenn skipta með sér takist þeim að vinna öll sex gullmót keppnistíðarinnar.

Sport
Fréttamynd

Aldrei fleiri í Reykjavíkurmarþoni

Klukkan tíu hófst Reykjavíkurmaraþonið í Lækjargötu. Klukkan ellefu verður ræst út í skemmtiskokkið en fólk getur enn skráð sig í það í Íslandsbanka í Lækjargötu. Hálfmaraþonið hefst svo klukkan hálftólf. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið eða yfir 600 manns sem hlaupa mismunandi vegalengdir. Þá er gert ráð fyrir að met verði slegið í maraþoninu sem hófst núna klukkan tíu en þar hlaupa yfir 300 manns 42 kílómetra.

Sport
Fréttamynd

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina í umsjón UMSS. 180 keppendur er skráðir til leiks og koma þeir frá 16 félögum og héraðssamböndum. Keppnin er bæði einstakling- og stigakeppni milli félaga, en keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja.

Sport
Fréttamynd

Breyting á kvennalandsliðinu

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur orðið að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum vegna leiks Íslendinga og Hvít Rússa í undankeppni heimsmeistaramótsins. Katrín Jónsdóttir getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki en hún er nýliði í landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Reykjavíkurrallið

Þegar átta sérleiðir eru búnar í 26. alþjóða Reykjavíkurrallinu hafa Guðmundur Guðmundsson og Jón Bergsson á Subaru Impreza forystu. Þeir eru samtals á 52 mínútum og 19 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

2500 skráðir í maraþonið

Um 2500 manns hafa skráð sig til keppni í Reykjavíkurþaraþoninu sem þreytt verður á morgun í 22. sinn. Skráning fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og henni lýkur klukkan 21 í kvöld. Um 600 erlendir keppendur hafa boðað komu sína. Þá ætla rúmlega 300 manns að hlaupa heilt maraþonhlaup.

Sport
Fréttamynd

Dröfn semur við Goppingen

Dröfn Sæmundsdóttir handknattleikskona úr FH hefur skrifað undir eins árs samning við Goppingen í Þýskalandi sem leikur í 2. deild. Gunnar Berg Viktorsson sem leikur með Krónau Östringen þarf að gangast undir aðra aðgerð á öxl í dag og verður frá keppni í allt að fimm mánuði. Gunnar fékk sýkingu í öxlina eftir fyrstu aðgerðina og verður í fyrsta lagi klár í slaginn í febrúar á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Evrópukeppnin í handbolta

Valsmenn mæta Ljubuski frá Bosníu eða Sjundea frá Finnlandi í 2. umferð í Evrópukeppni - félagsliða í handknattleik nái þeir að sigra Tbilisi frá Georgíu í fyrstu umferð keppninnar, en báðir leikirnir fara fram hér á landi 10 og 11 september.

Sport
Fréttamynd

Ísland 41 - Kongó 15 í handbolta

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21. árs og yngri vann Kongó 41 - 15 í fysta leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var  20 - 7  Íslendingum í vil.

Sport
Fréttamynd

Landsliðið í körfu vann Holland

Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í gær sinn annan sigur á Hollendingum á tveimur dögum , 82 - 75 , í framlengdum leik í Groningen í Hollandi, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 71 - 71.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Örn og Hannes meiddir

Ólafur Örn Bjaranson sem leikur með Brann í Noregi og Hannes Þ Sigurðsson sem leikur með Viking í Stavangri verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Suður Afríkumönnum á Laugardalsvelli í kvöld klukkan átta.

Sport
Fréttamynd

Maradona kominn með sjónvarpsþátt

Argentíska knattspyrnuhetjan Diego Maradona er byrjaður með sjónvarpsþátt sem kallast "Kvöld með númer tíu", sem er tilvísun í númerið sem Maradona var með á bakinu sem leikmaður. Gestirnir í fyrsta þættinum voru af dýrari gerðinni, en þar bar hæst langt spjall Maradona við brasilísku goðsögnina Pele.

Sport
Fréttamynd

Ragna og Sara úr leik á HM

Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir féllu úr leik í 1. umferð í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton í Anaheim í Kaliforníu sem hófst í gær. Mótherjar þeirra voru frá Hong Kong sem unnu 15-13 og 15-5.

Sport