Erlendar England í hópi átta efstu Í dag varð ljóst hvaða átta þjóðir yrðu í efsta sæti styrkleikalistans fyrir dráttinn í riðla á HM í Þýskalandi næsta sumar. Dregið verður í riðla á föstudaginn, en sá viðburður verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. England náði að hreppa sæti í efsta styrkleikaflokki og er forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins létt fyrir vikið. Sport 6.12.2005 17:42 Auðveldur sigur San Antonio Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna. Sport 6.12.2005 16:41 Pressan eykst á Steve Bruce Birmingham tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lá á heimavelli sínum fyrir West Ham 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum. Stjórastóll Steve Bruce hjá Birmingham er fyrir vikið líklega sá heitasti í deildinni, því fallbarátta var ekki eitthvað sem forráðamenn félagsins sáu fyrir sér í sumar. Sport 5.12.2005 22:06 Solskjær sneri aftur í kvöld Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær spilaði 45 mínútur með varaliði Manchester United í kvöld og mættu yfir 300 manns til að verða vitni að endurkomu hans, en Solskjær hefur verið mjög lengi frá vegna þrálátra hnémeiðsla. Honum va ákaft fagnað þegar hann hljóp með hliðarlínunni og hitaði upp og gaf spilamennska hans í kvöld ágæt fyrirheit á framhaldið. Sport 5.12.2005 21:24 West Ham yfir í hálfleik West Ham er 2-1 yfir gegn Birmingham í hálfleik í mánudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni, en leikurinn fer fram á St. Andrews vellinum í Birmingham. Emile Heskey kom heimamönnum yfir eftir aðeins 12. mínútur, en Bobby Zamora jafnaði leikinn á þeirri 36. og Marlon Harewood kom þeim svo yfir rétt áður en flautað var til leikhlés. Sport 5.12.2005 21:18 Allt í lás Forráðamenn Southampton hafa til þessa neitað öllum tilboðum Portsmouth um að fá knattspyrnustjórann Harry Redknapp til liðs við sig og nú gæti svo farið að allir stæðu uppi með báðar hendur tómar. Sport 5.12.2005 18:40 Tæknibúnaður verður ekki notaður á HM Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að tæknibúnaður til að skera úr um hvort boltinn fer yfir marklínu, sem nota á til að útrýma vafaatriðum eins og marki Liverpool gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vor, verði ekki tekinn í notkun fyrir HM í Þýskalandi eins og til stóð. Sport 5.12.2005 18:09 Birmingham og West Ham mætast í kvöld Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birmingham tekur á móti West Ham á heimavelli sínum, en Birmingham hefur verið í miklum vandræðum í vetur og er í bullandi fallbaráttu. Gengi nýliða West Ham hefur verið öllu betra og liðið er í 9. sæti deildarinnar. Sport 5.12.2005 17:56 Albertini leggur skóna á hilluna Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug. Sport 5.12.2005 17:02 Gazza hættur að þjálfa Kettering Hinn skrautlegi Paul Gascoigne er hættur störfum sem knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Kettering, eftir aðeins rúman mánuð í starfi. Gazza hefur átt í deildum við eiganda félagsins og segist ekki ætla að hætta afskiptum af félaginu. "Ég ætla mér að eignast þetta félag og ég mun ekki gefast upp," sagði Gazza, sem var einn þeirra sem stóðu á bak við yfirtöku á félaginu fyrir nokkru. Sport 5.12.2005 16:55 Tap hjá Jakob og Loga Íslensku leikmennirnir í þýska körfuboltanum áttu ekki gott kvöld í gær þegar lið þeirra lágu í valnum. Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar, tapaði fyrir Trier 97-95 í úrvalsdeildinni og Logi Gunnarsson og félagar í Bayreuth máttu þola stórtap 97-67 fyrir Ulm í 2. deildinni. Jakob skoraði 9 stig fyrir sitt lið, en Logi var með 11 stig. Sport 5.12.2005 15:16 Danny Mills fótbrotinn Varnarjaxlinn Danny Mills hjá Manchester City getur ekki leikið með liðinu næstu sex vikurnar eða svo, eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fætinum. Raunar hefur hann spilað með þessi meiðsli í næstum því einn mánuð, rétt eins og Ashley Cole gerði á sínum tíma hjá Arsenal. Útilokað þykir að mills snúi aftur til keppni fyrr en eftir áramót. Sport 5.12.2005 15:08 Sjötti sigur Phoenix í röð Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Sport 5.12.2005 14:41 Benitez tekur ekki við Real Madrid Eins og búast mátti við hafa nokkur af stærri nöfnunum úr röðum knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú verið orðuð við lausa stöðu stjóra Real Madrid, eftir að Wanderley Luxemburgo var látinn taka pokann sinn í gær. Einn þeirra er Rafa Benitez, stjóri Liverpool, en hann þvertekur fyrir að snúa til heimalandins. Sport 5.12.2005 14:30 Raikkonen ökumaður ársins Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur. Sport 5.12.2005 14:09 Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Sport 4.12.2005 21:11 Manchester City valtaði yfir Charlton Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City valtaði yfir lánlaust lið Charlton á útivelli 5-2. Jay Bothroyd og Darren Bent skoruðu mörk Charlton, en Andy Cole skoraði tvö fyrir City og lagði annað upp, og þeir Trevor Sinclair, Darius Vassell og Joey Barton skoruðu eitt mark hver fyrir City, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og varnarleikur Charlton var skelfilegur. Sport 4.12.2005 17:59 Magdeburg lá fyrir Barcelona Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir spænska stórliðinu Barcelona á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-24 fyrir spænska liðið, sem er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn. Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Magdeburg. Sport 4.12.2005 17:54 Arsenal hefur titilvörnina gegn Cardiff Nú er búið að draga í þriðju umferð enska bikarsins, FA Cup. Bikarmeistarar Arsenal mæta Cardiff á heimavelli, Chelsea mætir Huddersfield og Manchester United mætir annað hvort Burton eða Burscough, sem eru utandeildarlið. Sport 4.12.2005 16:34 Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17 Einar skoraði 10 fyrir Grosswallstadt Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 10 mörk í sigri liðsins á Wetzlar 30-25, en Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Þá var Snorri Steinn Guðjónsson ekki síðri hjá Minden þegar hann skoraði 9 mörk í tapi fyrir Wilhelmshaven 29-25, en Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshaven. Sport 4.12.2005 15:09 Enn sá Beckham rautt David Beckham fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar lið hans Real Madrid vann nauman sigur á spútnikliði Getafe 1-0. Beckham var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot á einum leikmanna Getafe, en gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir hegðun sína eftir að honum var vikið af velli. Sport 4.12.2005 14:52 Toronto vann annan leikinn í röð Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim. Sport 4.12.2005 14:35 Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin. Sport 4.12.2005 14:29 Hopkins ætlar að ganga frá Taylor "Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti. Sport 3.12.2005 19:44 Manchester United í annað sætið Manchester United skellti sér í annað sæti úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Portsmouth 3-0 á Old Trafford. Paul Scholes, Wayne Rooney og Ruud Van Nistelrooy skoruðu mörk United. Sport 3.12.2005 19:12 Manchester United leiðir í hálfleik Manchester United er yfir í hálfleik gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Paul Scholes sem skoraði mark United eftir 19 mínútna leik, en áður en flautað var til leiks var George Best heiðraður í síðasta sinn á Old Trafford þar sem áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu honum til heiðurs. Best var jarðsettur í heimalandi sínu í dag. Sport 3.12.2005 18:24 Ívar og félagar enn á toppnum Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku 1. deildinni, vann góðan sigur á Luton Town í dag 3-0 og hefur því fjögurra stiga forskot í deildinni. Ívar spilaði allan leikinn fyrir Reading. Þá skoraði Jóhannes Karl Guðjónsson mark úr vítaspyrnu fyrir Leicester sem tapaði fyrir Leeds 2-1. Sport 3.12.2005 17:41 Auðvelt hjá Lemgo Íslendingaliðið Lemgo í Þýskalandi átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína Cakovac frá Króatíu í EHF-keppninni í dag og sigraði 41-25. Logi Geirsson skoraði 7 mörk í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6, en gera má ráð fyrir að eftirleikurinn verði Lemgo auðveldur með svo gott forskot í síðari leikinn. Sport 3.12.2005 17:53 Best borinn til grafar í dag Norður-írska knattspyrnugoðið George Best var borinn til grafar í heimalandi sínu í dag í viðurvist tugþúsunda aðdáenda og aðstandenda, sem veittu honum virðingu sína í hinsta sinn. Best var jarðsettur í austurhluta Belfast, nánar tiltekið í Roselawn kirkjugarðinum. Sport 3.12.2005 17:22 « ‹ 248 249 250 251 252 253 254 255 256 … 264 ›
England í hópi átta efstu Í dag varð ljóst hvaða átta þjóðir yrðu í efsta sæti styrkleikalistans fyrir dráttinn í riðla á HM í Þýskalandi næsta sumar. Dregið verður í riðla á föstudaginn, en sá viðburður verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. England náði að hreppa sæti í efsta styrkleikaflokki og er forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins létt fyrir vikið. Sport 6.12.2005 17:42
Auðveldur sigur San Antonio Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna. Sport 6.12.2005 16:41
Pressan eykst á Steve Bruce Birmingham tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lá á heimavelli sínum fyrir West Ham 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum. Stjórastóll Steve Bruce hjá Birmingham er fyrir vikið líklega sá heitasti í deildinni, því fallbarátta var ekki eitthvað sem forráðamenn félagsins sáu fyrir sér í sumar. Sport 5.12.2005 22:06
Solskjær sneri aftur í kvöld Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær spilaði 45 mínútur með varaliði Manchester United í kvöld og mættu yfir 300 manns til að verða vitni að endurkomu hans, en Solskjær hefur verið mjög lengi frá vegna þrálátra hnémeiðsla. Honum va ákaft fagnað þegar hann hljóp með hliðarlínunni og hitaði upp og gaf spilamennska hans í kvöld ágæt fyrirheit á framhaldið. Sport 5.12.2005 21:24
West Ham yfir í hálfleik West Ham er 2-1 yfir gegn Birmingham í hálfleik í mánudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni, en leikurinn fer fram á St. Andrews vellinum í Birmingham. Emile Heskey kom heimamönnum yfir eftir aðeins 12. mínútur, en Bobby Zamora jafnaði leikinn á þeirri 36. og Marlon Harewood kom þeim svo yfir rétt áður en flautað var til leikhlés. Sport 5.12.2005 21:18
Allt í lás Forráðamenn Southampton hafa til þessa neitað öllum tilboðum Portsmouth um að fá knattspyrnustjórann Harry Redknapp til liðs við sig og nú gæti svo farið að allir stæðu uppi með báðar hendur tómar. Sport 5.12.2005 18:40
Tæknibúnaður verður ekki notaður á HM Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að tæknibúnaður til að skera úr um hvort boltinn fer yfir marklínu, sem nota á til að útrýma vafaatriðum eins og marki Liverpool gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vor, verði ekki tekinn í notkun fyrir HM í Þýskalandi eins og til stóð. Sport 5.12.2005 18:09
Birmingham og West Ham mætast í kvöld Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birmingham tekur á móti West Ham á heimavelli sínum, en Birmingham hefur verið í miklum vandræðum í vetur og er í bullandi fallbaráttu. Gengi nýliða West Ham hefur verið öllu betra og liðið er í 9. sæti deildarinnar. Sport 5.12.2005 17:56
Albertini leggur skóna á hilluna Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug. Sport 5.12.2005 17:02
Gazza hættur að þjálfa Kettering Hinn skrautlegi Paul Gascoigne er hættur störfum sem knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Kettering, eftir aðeins rúman mánuð í starfi. Gazza hefur átt í deildum við eiganda félagsins og segist ekki ætla að hætta afskiptum af félaginu. "Ég ætla mér að eignast þetta félag og ég mun ekki gefast upp," sagði Gazza, sem var einn þeirra sem stóðu á bak við yfirtöku á félaginu fyrir nokkru. Sport 5.12.2005 16:55
Tap hjá Jakob og Loga Íslensku leikmennirnir í þýska körfuboltanum áttu ekki gott kvöld í gær þegar lið þeirra lágu í valnum. Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar, tapaði fyrir Trier 97-95 í úrvalsdeildinni og Logi Gunnarsson og félagar í Bayreuth máttu þola stórtap 97-67 fyrir Ulm í 2. deildinni. Jakob skoraði 9 stig fyrir sitt lið, en Logi var með 11 stig. Sport 5.12.2005 15:16
Danny Mills fótbrotinn Varnarjaxlinn Danny Mills hjá Manchester City getur ekki leikið með liðinu næstu sex vikurnar eða svo, eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fætinum. Raunar hefur hann spilað með þessi meiðsli í næstum því einn mánuð, rétt eins og Ashley Cole gerði á sínum tíma hjá Arsenal. Útilokað þykir að mills snúi aftur til keppni fyrr en eftir áramót. Sport 5.12.2005 15:08
Sjötti sigur Phoenix í röð Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Sport 5.12.2005 14:41
Benitez tekur ekki við Real Madrid Eins og búast mátti við hafa nokkur af stærri nöfnunum úr röðum knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú verið orðuð við lausa stöðu stjóra Real Madrid, eftir að Wanderley Luxemburgo var látinn taka pokann sinn í gær. Einn þeirra er Rafa Benitez, stjóri Liverpool, en hann þvertekur fyrir að snúa til heimalandins. Sport 5.12.2005 14:30
Raikkonen ökumaður ársins Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur. Sport 5.12.2005 14:09
Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Sport 4.12.2005 21:11
Manchester City valtaði yfir Charlton Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City valtaði yfir lánlaust lið Charlton á útivelli 5-2. Jay Bothroyd og Darren Bent skoruðu mörk Charlton, en Andy Cole skoraði tvö fyrir City og lagði annað upp, og þeir Trevor Sinclair, Darius Vassell og Joey Barton skoruðu eitt mark hver fyrir City, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og varnarleikur Charlton var skelfilegur. Sport 4.12.2005 17:59
Magdeburg lá fyrir Barcelona Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir spænska stórliðinu Barcelona á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-24 fyrir spænska liðið, sem er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn. Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Magdeburg. Sport 4.12.2005 17:54
Arsenal hefur titilvörnina gegn Cardiff Nú er búið að draga í þriðju umferð enska bikarsins, FA Cup. Bikarmeistarar Arsenal mæta Cardiff á heimavelli, Chelsea mætir Huddersfield og Manchester United mætir annað hvort Burton eða Burscough, sem eru utandeildarlið. Sport 4.12.2005 16:34
Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17
Einar skoraði 10 fyrir Grosswallstadt Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 10 mörk í sigri liðsins á Wetzlar 30-25, en Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Þá var Snorri Steinn Guðjónsson ekki síðri hjá Minden þegar hann skoraði 9 mörk í tapi fyrir Wilhelmshaven 29-25, en Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshaven. Sport 4.12.2005 15:09
Enn sá Beckham rautt David Beckham fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar lið hans Real Madrid vann nauman sigur á spútnikliði Getafe 1-0. Beckham var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot á einum leikmanna Getafe, en gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir hegðun sína eftir að honum var vikið af velli. Sport 4.12.2005 14:52
Toronto vann annan leikinn í röð Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim. Sport 4.12.2005 14:35
Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin. Sport 4.12.2005 14:29
Hopkins ætlar að ganga frá Taylor "Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti. Sport 3.12.2005 19:44
Manchester United í annað sætið Manchester United skellti sér í annað sæti úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Portsmouth 3-0 á Old Trafford. Paul Scholes, Wayne Rooney og Ruud Van Nistelrooy skoruðu mörk United. Sport 3.12.2005 19:12
Manchester United leiðir í hálfleik Manchester United er yfir í hálfleik gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Paul Scholes sem skoraði mark United eftir 19 mínútna leik, en áður en flautað var til leiks var George Best heiðraður í síðasta sinn á Old Trafford þar sem áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu honum til heiðurs. Best var jarðsettur í heimalandi sínu í dag. Sport 3.12.2005 18:24
Ívar og félagar enn á toppnum Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku 1. deildinni, vann góðan sigur á Luton Town í dag 3-0 og hefur því fjögurra stiga forskot í deildinni. Ívar spilaði allan leikinn fyrir Reading. Þá skoraði Jóhannes Karl Guðjónsson mark úr vítaspyrnu fyrir Leicester sem tapaði fyrir Leeds 2-1. Sport 3.12.2005 17:41
Auðvelt hjá Lemgo Íslendingaliðið Lemgo í Þýskalandi átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína Cakovac frá Króatíu í EHF-keppninni í dag og sigraði 41-25. Logi Geirsson skoraði 7 mörk í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6, en gera má ráð fyrir að eftirleikurinn verði Lemgo auðveldur með svo gott forskot í síðari leikinn. Sport 3.12.2005 17:53
Best borinn til grafar í dag Norður-írska knattspyrnugoðið George Best var borinn til grafar í heimalandi sínu í dag í viðurvist tugþúsunda aðdáenda og aðstandenda, sem veittu honum virðingu sína í hinsta sinn. Best var jarðsettur í austurhluta Belfast, nánar tiltekið í Roselawn kirkjugarðinum. Sport 3.12.2005 17:22
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið