Erlendar Jón Arnór og félagar á toppinn Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir lið sitt Napoli á Ítalíu í úrvalsdeildinni þar í landi í gær, þegar það bar sigurorð af Avellino 92-61 og skaust þar með á topp deildarinnar. Sport 3.12.2005 17:10 Bolton sigraði Arsenal Nú er öllum leikjum nema einum lokið í ensku úrvalsdeildinni. Bolton lagði Arsenal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Diagne Faye og Giannakopoulus skoruðu mörk heimamanna. Sport 3.12.2005 16:55 Doncaster mætir Arsenal í 8-liða úrslitum Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit í enska deildarbikarnum, en leikirnir fara fram seinnipartinn í desember. Doncaster hefur slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinni í átta liða úrslitin og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu vegnar gegn Arsenal. Sport 3.12.2005 15:59 Bolton leiðir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og þar ber hæst að Bolton hefur 2-0 forystu gegn Arsenal á heimavelli sínum. Það voru þeir Diagne Faye og Giannakopoulos sem skoruðu fyrir Bolton. Sport 3.12.2005 15:49 Þriðja tap Wigan í röð Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Liverpool 3-0. Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, náði loksins að brjóta ísinn og skoraði tvö marka Liverpool. Luis Garcia bætti við þriðja markinu og skaut Liverpool í annað sætið, í það minnsta tímabundið. Sport 3.12.2005 14:41 Fimmti sigur Phoenix í röð Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Sport 3.12.2005 14:13 Harry Redknapp hættur hjá Southampton Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hefur látið af störfum hjá Southampton og þykir þetta benda til þess að hann muni fljótlega snúa aftur í stjórastólinn hjá grannaliðinu Portsmouth, sem hann yfirgaf fyrir nokkrum misserum til að taka við Southampton þegar bæði lið voru í úrvalsdeildinni. Sport 3.12.2005 14:09 Phoenix - Denver í beinni á Sýn Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann í nótt, því Sýn verður með beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Denver Nuggets klukkan tvö eftir miðnætti, en þar að auki verður leikur Golden State Warriors og Charlotte Bobcats sýndur í beinni á NBA TV klukkan 03:30. Sport 2.12.2005 21:42 Spilar með varaliði United á mánudaginn Norski framherjinn Ole Gunnar Solskær verður í hópnum með varaliði Manchester United á mánudaginn þegar liðið mætir varaliði Liverpool. Þetta verður að teljast vægast sagt undarlegt á miðað við fréttir af slæmu ásigkomulagi leikmannsins fyrir örfáum dögum. Sport 2.12.2005 18:41 Fyrsta konan til að spreyta sig í A1 Katherine Legge verður fyrsta konan til að spreyta sig í A1 kappakstrinum þegar hún mun reyna að komast í lið Breta síðar í mánuðinum. Hin 25 ára gamla Legge hefur ekið í Bandaríkjunum, en mun fara í prufu hjá breska liðinu dagana 9-11 desember í Dubai. Sport 2.12.2005 17:31 Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Framherjinn sterki Brian Grant hjá Phoenix Suns verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Phoenix, sem einnig er án Amare Stoudemire vegna svipaðra meiðsla. Grant er 33 ára gamall og er á sínu tólfta ári í deildinni. Sport 2.12.2005 16:49 Engin kaup í janúar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að engir leikmenn verði keyptir til félagsins í janúar og að engir verði seldir heldur. Chelsea missir þá Didier Drogba og Michael Essien í Afríkukeppnina í janúar, en Mourinho segir það allt í lagi, hann hafi menn í allar stöður. Þetta þykir undirstrika að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack muni ekki fara til Chelsea í janúar, eins og marga var farið að gruna. Sport 2.12.2005 15:54 Einbeitir sér að sínu liði Harry Redknapp, stjóri Southampton, segir að hann ætli að einbeita sér að því að stýra sínu liði í framtíðinni, en beiðni Portsmouth um að fá að ræða við hann hefur hingað til verið hafnað af forráðamönnum Southampton. Sport 2.12.2005 14:15 Ég mun aldrei segja upp Graeme Souness, stjóri Newcastle, segir að hann muni aldrei segja upp stöðu sinni hjá félaginu þótt móti blási, en hann hefur verið gagnrýndur nokkuð eftir tap fyrir Wigan í bikarnum á dögunum, þar sem Wigan stillti nánast upp varaliði sínu. Sport 2.12.2005 15:34 Staðfestir að hafa rætt við Keane David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur nú viðurkennt að hafa rætt við Roy Keane um að ganga til liðs við félagið. Keane hefur verið gríðarlega eftirsóttur í Englandi og víðar síðan hann sleit samvistum við Manchester United. Sport 2.12.2005 14:07 Gary Neville gerður að fyrirliða Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að Gary Neville yrði fyrirliði Manchester United í stað Roy Keane. Ferguson hafði áður sagt að valið stæði á milli þeirra Neville, Ryan Giggs og Ruud Van Nistelrooy, en nú þegar Neville er orðinn góður af meiðslum sínum, hefur Ferguson ákveðið að láta hinn þrítuga varnarmann bera fyrirliðabandið framvegis. Sport 2.12.2005 13:56 San Antonio lagði Dallas Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz. Sport 2.12.2005 13:43 Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26 Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum. Sport 1.12.2005 14:17 Mælirinn fullur Pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool hefur nú fengið nóg af því að sitja á varamannabekk liðsins og fréttir herma að hann hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool í janúar, því hann vill fá að spila með félagsliði sínu til að tryggja sér sæti í pólska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 1.12.2005 13:46 Gerir hosur sínar grænar fyrir Chelsea Karl-Heinz Rummenigge segir að umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack sé í sambandi við Chelsea og Real Madrid með það fyrir augum að félögin geri tilboð í leikmanninn þegar samningur hans við þýsku meistarana rennur út. Sport 1.12.2005 12:30 8-liða úrslitin kláruðust í gær Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska bikarnum í gærkvöldi, en þá varð ljóst hvaða lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Gummersbach átti í litlum vandræðum með Solingen og vann 41-22, þar sem Guðjón Valur skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk. Sport 1.12.2005 09:35 Fer ekki til Portsmouth Knattspyrnustjórinn Neil Warnock fer ekki til úrvalsdeildarliðs Portsmouth eins og til hafði staðið, heldur verður um kyrrt í herbúðum 1. deildarliðs Sheffield United þar sem hann hefur náð góðum árangri í vetur. Forráðamenn Portsmouth hafa því beint sjónum sínum að fyrrum þjálfara félagsins, Harry Redknapp hjá Southampton. Sport 1.12.2005 12:02 Sigur hjá Ólafi og félögum Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar liðið burstaði Aragon 38-25 í úrvalsdeildinni þar í landi. Real er í 2-3 sæti deildarinnar ásamt Barcelona, en meistarar Portland San Antonio eru í efsta sætinu. Sport 1.12.2005 09:32 Ferguson ánægður með gott kvöld Alex Ferguson, stjóri Manchester United var yfir sig ánægður með kvöldið í gær, þegar hans menn unnu auðveldan sigur á West Brom í deildarbikarnum á kvöldi sem var helgað minningu George Best. Sport 1.12.2005 09:15 Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Sport 1.12.2005 08:16 Ævintýralegur sigur Blackburn Leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er senn lokið, en leikur Bolton og Leicester fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir 90 mínútur. Blackburn vann frækinn sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 3-2 á útivelli, eftir að hafa verið undir 2-0 lengst af í leiknum. Manchester United vann auðveldan 3-1 sigur á West Brom. Sport 30.11.2005 21:52 Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06 Portsmouth fær leyfi til að ræða við Warnock Forráðamenn Sheffield United hafa nú gefið kollegum sínum hjá Portsmouth tregablandið leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Neil Warnock með samning í huga. Warnock hefur verið efstur á óskalista forráðamanna Portsmouth allar götur síðan Alain Perrin var rekinn á dögunum, en Warnock hefur náð frábærum árangri með Sheffield United í vetur. Sport 30.11.2005 19:00 Þrír tilnefndir Þrír leikmenn hafa verið tilnefndir fyrir kjörið á knattspyrnumanni ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta eru þeir Frank Lampard hjá Chelsea og Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Tilkynnt verður um hver hreppir titilinn í Sviss þann 19. desember við sérstaka athöfn. Sport 30.11.2005 18:47 « ‹ 249 250 251 252 253 254 255 256 257 … 264 ›
Jón Arnór og félagar á toppinn Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir lið sitt Napoli á Ítalíu í úrvalsdeildinni þar í landi í gær, þegar það bar sigurorð af Avellino 92-61 og skaust þar með á topp deildarinnar. Sport 3.12.2005 17:10
Bolton sigraði Arsenal Nú er öllum leikjum nema einum lokið í ensku úrvalsdeildinni. Bolton lagði Arsenal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Diagne Faye og Giannakopoulus skoruðu mörk heimamanna. Sport 3.12.2005 16:55
Doncaster mætir Arsenal í 8-liða úrslitum Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit í enska deildarbikarnum, en leikirnir fara fram seinnipartinn í desember. Doncaster hefur slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinni í átta liða úrslitin og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu vegnar gegn Arsenal. Sport 3.12.2005 15:59
Bolton leiðir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og þar ber hæst að Bolton hefur 2-0 forystu gegn Arsenal á heimavelli sínum. Það voru þeir Diagne Faye og Giannakopoulos sem skoruðu fyrir Bolton. Sport 3.12.2005 15:49
Þriðja tap Wigan í röð Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Liverpool 3-0. Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, náði loksins að brjóta ísinn og skoraði tvö marka Liverpool. Luis Garcia bætti við þriðja markinu og skaut Liverpool í annað sætið, í það minnsta tímabundið. Sport 3.12.2005 14:41
Fimmti sigur Phoenix í röð Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Sport 3.12.2005 14:13
Harry Redknapp hættur hjá Southampton Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hefur látið af störfum hjá Southampton og þykir þetta benda til þess að hann muni fljótlega snúa aftur í stjórastólinn hjá grannaliðinu Portsmouth, sem hann yfirgaf fyrir nokkrum misserum til að taka við Southampton þegar bæði lið voru í úrvalsdeildinni. Sport 3.12.2005 14:09
Phoenix - Denver í beinni á Sýn Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann í nótt, því Sýn verður með beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Denver Nuggets klukkan tvö eftir miðnætti, en þar að auki verður leikur Golden State Warriors og Charlotte Bobcats sýndur í beinni á NBA TV klukkan 03:30. Sport 2.12.2005 21:42
Spilar með varaliði United á mánudaginn Norski framherjinn Ole Gunnar Solskær verður í hópnum með varaliði Manchester United á mánudaginn þegar liðið mætir varaliði Liverpool. Þetta verður að teljast vægast sagt undarlegt á miðað við fréttir af slæmu ásigkomulagi leikmannsins fyrir örfáum dögum. Sport 2.12.2005 18:41
Fyrsta konan til að spreyta sig í A1 Katherine Legge verður fyrsta konan til að spreyta sig í A1 kappakstrinum þegar hún mun reyna að komast í lið Breta síðar í mánuðinum. Hin 25 ára gamla Legge hefur ekið í Bandaríkjunum, en mun fara í prufu hjá breska liðinu dagana 9-11 desember í Dubai. Sport 2.12.2005 17:31
Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Framherjinn sterki Brian Grant hjá Phoenix Suns verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Phoenix, sem einnig er án Amare Stoudemire vegna svipaðra meiðsla. Grant er 33 ára gamall og er á sínu tólfta ári í deildinni. Sport 2.12.2005 16:49
Engin kaup í janúar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að engir leikmenn verði keyptir til félagsins í janúar og að engir verði seldir heldur. Chelsea missir þá Didier Drogba og Michael Essien í Afríkukeppnina í janúar, en Mourinho segir það allt í lagi, hann hafi menn í allar stöður. Þetta þykir undirstrika að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack muni ekki fara til Chelsea í janúar, eins og marga var farið að gruna. Sport 2.12.2005 15:54
Einbeitir sér að sínu liði Harry Redknapp, stjóri Southampton, segir að hann ætli að einbeita sér að því að stýra sínu liði í framtíðinni, en beiðni Portsmouth um að fá að ræða við hann hefur hingað til verið hafnað af forráðamönnum Southampton. Sport 2.12.2005 14:15
Ég mun aldrei segja upp Graeme Souness, stjóri Newcastle, segir að hann muni aldrei segja upp stöðu sinni hjá félaginu þótt móti blási, en hann hefur verið gagnrýndur nokkuð eftir tap fyrir Wigan í bikarnum á dögunum, þar sem Wigan stillti nánast upp varaliði sínu. Sport 2.12.2005 15:34
Staðfestir að hafa rætt við Keane David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur nú viðurkennt að hafa rætt við Roy Keane um að ganga til liðs við félagið. Keane hefur verið gríðarlega eftirsóttur í Englandi og víðar síðan hann sleit samvistum við Manchester United. Sport 2.12.2005 14:07
Gary Neville gerður að fyrirliða Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að Gary Neville yrði fyrirliði Manchester United í stað Roy Keane. Ferguson hafði áður sagt að valið stæði á milli þeirra Neville, Ryan Giggs og Ruud Van Nistelrooy, en nú þegar Neville er orðinn góður af meiðslum sínum, hefur Ferguson ákveðið að láta hinn þrítuga varnarmann bera fyrirliðabandið framvegis. Sport 2.12.2005 13:56
San Antonio lagði Dallas Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz. Sport 2.12.2005 13:43
Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26
Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum. Sport 1.12.2005 14:17
Mælirinn fullur Pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool hefur nú fengið nóg af því að sitja á varamannabekk liðsins og fréttir herma að hann hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool í janúar, því hann vill fá að spila með félagsliði sínu til að tryggja sér sæti í pólska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 1.12.2005 13:46
Gerir hosur sínar grænar fyrir Chelsea Karl-Heinz Rummenigge segir að umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack sé í sambandi við Chelsea og Real Madrid með það fyrir augum að félögin geri tilboð í leikmanninn þegar samningur hans við þýsku meistarana rennur út. Sport 1.12.2005 12:30
8-liða úrslitin kláruðust í gær Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska bikarnum í gærkvöldi, en þá varð ljóst hvaða lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Gummersbach átti í litlum vandræðum með Solingen og vann 41-22, þar sem Guðjón Valur skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk. Sport 1.12.2005 09:35
Fer ekki til Portsmouth Knattspyrnustjórinn Neil Warnock fer ekki til úrvalsdeildarliðs Portsmouth eins og til hafði staðið, heldur verður um kyrrt í herbúðum 1. deildarliðs Sheffield United þar sem hann hefur náð góðum árangri í vetur. Forráðamenn Portsmouth hafa því beint sjónum sínum að fyrrum þjálfara félagsins, Harry Redknapp hjá Southampton. Sport 1.12.2005 12:02
Sigur hjá Ólafi og félögum Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar liðið burstaði Aragon 38-25 í úrvalsdeildinni þar í landi. Real er í 2-3 sæti deildarinnar ásamt Barcelona, en meistarar Portland San Antonio eru í efsta sætinu. Sport 1.12.2005 09:32
Ferguson ánægður með gott kvöld Alex Ferguson, stjóri Manchester United var yfir sig ánægður með kvöldið í gær, þegar hans menn unnu auðveldan sigur á West Brom í deildarbikarnum á kvöldi sem var helgað minningu George Best. Sport 1.12.2005 09:15
Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Sport 1.12.2005 08:16
Ævintýralegur sigur Blackburn Leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er senn lokið, en leikur Bolton og Leicester fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir 90 mínútur. Blackburn vann frækinn sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 3-2 á útivelli, eftir að hafa verið undir 2-0 lengst af í leiknum. Manchester United vann auðveldan 3-1 sigur á West Brom. Sport 30.11.2005 21:52
Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06
Portsmouth fær leyfi til að ræða við Warnock Forráðamenn Sheffield United hafa nú gefið kollegum sínum hjá Portsmouth tregablandið leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Neil Warnock með samning í huga. Warnock hefur verið efstur á óskalista forráðamanna Portsmouth allar götur síðan Alain Perrin var rekinn á dögunum, en Warnock hefur náð frábærum árangri með Sheffield United í vetur. Sport 30.11.2005 19:00
Þrír tilnefndir Þrír leikmenn hafa verið tilnefndir fyrir kjörið á knattspyrnumanni ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta eru þeir Frank Lampard hjá Chelsea og Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Tilkynnt verður um hver hreppir titilinn í Sviss þann 19. desember við sérstaka athöfn. Sport 30.11.2005 18:47
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið