Erlendar Loksins sigur hjá New York Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. Sport 14.11.2005 12:58 Gunnar Heiðar metinn á 2 milljónir punda Breska dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmimgham, ætli að gera sænska liðinu Halmstad tilboð í Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Eyjapeyjinn er sagður metinn á 2 mlljónir punda en það jafngildir um 216 milljónum íslenskra króna. Sport 14.11.2005 10:39 Besti hópur sem ég hef haft Enski landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson kveðst aldrei hafa haft á jafn sterkum leikmannahópi úr að velja og um þessar mundir og segir að ef hann sleppir við meiðsli treystir hann sér að fara langt með þennan hóp á HM á næsta ári. Sport 13.11.2005 20:36 Arsenal vildi mig ekki Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram. Sport 13.11.2005 20:36 Úr leik þrátt fyrir sigur "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. Sport 13.11.2005 20:36 Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu. Sport 13.11.2005 20:00 Slakið á væntingunum! Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum. Sport 13.11.2005 18:07 Molde sigraði Moss Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar. Sport 13.11.2005 17:25 Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Sport 13.11.2005 15:38 Leitar að varamanni fyrir Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast. Sport 12.11.2005 15:32 Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07 Svíar og S-Kórea skildu jöfn Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich. Sport 12.11.2005 14:43 Búningsherbergi Man Utd hlerað Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Sport 12.11.2005 14:05 Alfreð tekur við 2007 Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Sport 11.11.2005 22:44 Stefnir á endurkomu í næstu viku Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu. Sport 11.11.2005 18:08 Þjóðverjar toppa á réttum tíma Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum. Sport 11.11.2005 17:08 Lampard bestur í október Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum. Sport 11.11.2005 17:52 Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð. Sport 11.11.2005 17:47 Solberg enn í fyrsta sætinu Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae. Sport 11.11.2005 16:55 Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun. Sport 11.11.2005 16:13 Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07 Efasemdir uppi um að verkið klárist á réttum tíma Forsvarsmenn fyrir byggingu nýja Wembley-leikvangsins segjast ekkert geta fullyrt um hvort mannvirkið verði tilbúið á tilsettum tíma í vor til að hýsa úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 11.11.2005 15:32 Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37 Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47 Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49 Gerði nýjan samning við Wigan Varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við spútniklið Wigan í ensku úrvalsdeildinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Bastia fyrir hálfa milljón punda. Sport 10.11.2005 16:54 Eru dagar Alain Perrin taldir? Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins. Sport 10.11.2005 16:28 Æsileg barátta um annað sætið Petter Solberg og Marcus Grönholm há nú mikið einvígi um annað sætið í stigakeppni ökumanna á heimsmeistaramótinu í ralli. Nú stendur Ástralíurallið sem hæst og þar hefur Solberg nauma forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. Þeir félagar eru hnífjafnir í öðru sæti stigakeppninnar með 71 stig, en eru þó 56 stigum á eftir heimsmeistranum Sebastien Loeb sem þegar hefur tryggt sér titilinn. Sport 10.11.2005 16:02 Ánægður hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun. Sport 10.11.2005 15:45 Látið Crouch í friði Michael Owen hefur biðlað til stuðningsmanna enska landsliðsins að baula ekki á Peter Crouch þegar hann spilar fyrir liðið, því það geti grafið undan sjálfstrausti hans. Áhorfendur bauluðu á Crouch þegar hann spilaði fyrir England gegn Austurríki í síðasta mánuði, en framherjinn leggjalangi hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool eða enska landsliðið í 16 leikjum á tímabilinu. Sport 10.11.2005 15:32 « ‹ 255 256 257 258 259 260 261 262 263 … 264 ›
Loksins sigur hjá New York Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. Sport 14.11.2005 12:58
Gunnar Heiðar metinn á 2 milljónir punda Breska dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmimgham, ætli að gera sænska liðinu Halmstad tilboð í Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Eyjapeyjinn er sagður metinn á 2 mlljónir punda en það jafngildir um 216 milljónum íslenskra króna. Sport 14.11.2005 10:39
Besti hópur sem ég hef haft Enski landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson kveðst aldrei hafa haft á jafn sterkum leikmannahópi úr að velja og um þessar mundir og segir að ef hann sleppir við meiðsli treystir hann sér að fara langt með þennan hóp á HM á næsta ári. Sport 13.11.2005 20:36
Arsenal vildi mig ekki Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram. Sport 13.11.2005 20:36
Úr leik þrátt fyrir sigur "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. Sport 13.11.2005 20:36
Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu. Sport 13.11.2005 20:00
Slakið á væntingunum! Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum. Sport 13.11.2005 18:07
Molde sigraði Moss Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar. Sport 13.11.2005 17:25
Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Sport 13.11.2005 15:38
Leitar að varamanni fyrir Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast. Sport 12.11.2005 15:32
Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07
Svíar og S-Kórea skildu jöfn Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich. Sport 12.11.2005 14:43
Búningsherbergi Man Utd hlerað Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Sport 12.11.2005 14:05
Alfreð tekur við 2007 Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Sport 11.11.2005 22:44
Stefnir á endurkomu í næstu viku Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu. Sport 11.11.2005 18:08
Þjóðverjar toppa á réttum tíma Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum. Sport 11.11.2005 17:08
Lampard bestur í október Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum. Sport 11.11.2005 17:52
Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð. Sport 11.11.2005 17:47
Solberg enn í fyrsta sætinu Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae. Sport 11.11.2005 16:55
Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun. Sport 11.11.2005 16:13
Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07
Efasemdir uppi um að verkið klárist á réttum tíma Forsvarsmenn fyrir byggingu nýja Wembley-leikvangsins segjast ekkert geta fullyrt um hvort mannvirkið verði tilbúið á tilsettum tíma í vor til að hýsa úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 11.11.2005 15:32
Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37
Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47
Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49
Gerði nýjan samning við Wigan Varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við spútniklið Wigan í ensku úrvalsdeildinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Bastia fyrir hálfa milljón punda. Sport 10.11.2005 16:54
Eru dagar Alain Perrin taldir? Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins. Sport 10.11.2005 16:28
Æsileg barátta um annað sætið Petter Solberg og Marcus Grönholm há nú mikið einvígi um annað sætið í stigakeppni ökumanna á heimsmeistaramótinu í ralli. Nú stendur Ástralíurallið sem hæst og þar hefur Solberg nauma forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. Þeir félagar eru hnífjafnir í öðru sæti stigakeppninnar með 71 stig, en eru þó 56 stigum á eftir heimsmeistranum Sebastien Loeb sem þegar hefur tryggt sér titilinn. Sport 10.11.2005 16:02
Ánægður hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun. Sport 10.11.2005 15:45
Látið Crouch í friði Michael Owen hefur biðlað til stuðningsmanna enska landsliðsins að baula ekki á Peter Crouch þegar hann spilar fyrir liðið, því það geti grafið undan sjálfstrausti hans. Áhorfendur bauluðu á Crouch þegar hann spilaði fyrir England gegn Austurríki í síðasta mánuði, en framherjinn leggjalangi hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool eða enska landsliðið í 16 leikjum á tímabilinu. Sport 10.11.2005 15:32
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið