Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Fær loksins lík eiginmannsins afhent

Drífa Björk Linn­et Kristjáns­dótt­ir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafn­kels­son­ar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. fe­brú­ar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá.

Lífið
Fréttamynd

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

Tónlist
Fréttamynd

Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum

Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims

Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. 

Fótbolti
Fréttamynd

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Lífið
Fréttamynd

Stór­veldið Y­an­kees valdi Ís­lending í ný­liða­valinu

Kristófer Jonathan Bow varð fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í nýliðavali MLB-deildarinnar. Nýliðaval MLB-deildarinnar í hafnabolta lauk síðasta þriðjudag þar sem Kristófer Jonathan Bow er kastari og var valinn númer 430 í fjórtándu umferð af stórveldinu New York Yankees.

Sport
Fréttamynd

Ís­lendingar að kafna í met­hita í Dan­mörku

Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Erlent
Fréttamynd

Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi

Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans.

Erlent
Fréttamynd

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.

Erlent
Fréttamynd

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er allt að springa á sama tíma“

Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.

Erlent
Fréttamynd

Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar.

Lífið
Fréttamynd

Að ættleiða sitt eigið barn

Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum.

Skoðun