Lög og regla

Fréttamynd

Gripinn við innbrot í Lyfju

Brotist var inn í apótek Lyfju á Laugaveginum í nótt og fór þjófavarnakerfi í gang. Tveir öryggisverðir sem voru í grennd héldu þegar á vettvang og gripu þjófinn þegar hann var að skríða út um glugga sem hann hafði brotið.

Innlent
Fréttamynd

Aðalmeðferð í máli gegn ritstjórum

Í morgun fór fram aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ásmundar Gunnlaugssonar jógakennara á hendur Illuga Jökulssyni og Mikael Torfasyni, þáverandi ritstjórum DV. Ásmundur kærði ritstjórana fyrir fyrirsögn á forsíðu 6. október 2004 þar sem stóð að hann hefði tryllst hjá sýslumanni og verið leiddur burt í lögreglufygld.

Innlent
Fréttamynd

Bílþjófa leitað

Hvítri jeppabifreið var stolið á Akureyri í nótt og óku þjófarnir sem leið lá suður til Reykjavíkur. Að sögn eiganda jeppans sást til bílsins í Hvalfjarðargöngunum klukkan 06:41 í morgun á suðurleið. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Patrol, árgerð 1992. Jeppinn er á 38 tommu dekkjum.Skráningarnúmer bílsins er PU 267.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um afbrigðilega hegðun

Að morgni laugardagsins var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um afbrigðilega hegðun gestkomandi manns í heimahúsi á Ísafirði. Maðurinn er grunaður um afbrigðilega hegðun fyrir framan ungan dreng, sem einnig var gestkomandi í umræddu húsi. Hinn grunaði hefur verið yfirheyrður af lögreglunni en hefur nú verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stefna gefin út á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag verður gefin út stefna í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur gegn <em>Fréttablaðinu</em> þar sem hún fór fram á lögbann á birtingu persónulegra tölvuskeyta sinna sem borist höfðu <em>Fréttablaðinu</em> og birt voru í tengslum við fréttir af Baugsmálinu. Lögfræðingur Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, sagði að málið yrði síðan þingfest viku síðar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Þrír ungir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en þeir eru allir grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás á tvo unga menn í Garðabæ aðfararnótt sunudags þar sem annar hlaut alvarlega áverka. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gefjun KE vélarvana í Húnaflóa

Vélarbilun varð í bátnum Gefjunni KE-9 í utanverðum Húnaflóa á milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd fór að Gefjuninni og kom með hana að landi, í togi, rétt fyrir klukkan fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tveir skornir með sveðju

Fjórir átján ára piltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á tvo menn á tvítugsaldri með sveðju eða hnífi í Garðabænum í nótt. Annar mannanna er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá lögreglu í nótt

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og var töluvert um pústra en níu manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt og var maðurinn fluttur fótbrotinn á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðir eftir útafakstur í Eyjum

Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverðri Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á tvo menn með hnífi

Tveir menn voru fluttir á slysadeild í nótt, eftir að ráðist var á þá með stórum hnífi eða sveðju í Garðabæ. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er annar þeirra alvarlega slasaður, höfuðkúpubrotinn, með stórt sár á höfði og sár á höndum. 

Innlent
Fréttamynd

Annasöm nótt hjá Kópavogslögreglu

Fjölmenni var á skemmtistöðum Kópavogs í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Dyravörður á einum þeirra gerði lögreglu viðvart um mann sem líklega væri með fíkniefni á sér. Sá var handtekinn og reyndist grunur dyravarðarins réttur.

Innlent
Fréttamynd

Var rétt yfir 30 kílómetra hraða

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september var á 17 sjómílna hraða þegar hann sigldi á Skarfasker, en það jafngildir tæplega 31 kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að sjá hver sendi gögn

Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á.

Innlent
Fréttamynd

Tjáningarfrelsi eða persónuvernd?

Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði kröfum beggja aðila

Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi

Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri ætla í bótamál

Heldur hefur fjölgað í hópi útgerðarfélaga sem hyggjast sækja bætur fyrir dómi vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Einungis eitt félag hefur þó enn lýst þeirri fyrirætlan sinni opinberlega, en það er Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði.

Innlent
Fréttamynd

BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á <em>Fréttablaðinu</em> um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni

Umferðarslys varð í Ártúnsbrekkunni fyrir skemmstu og umferð um brekkuna er því stífluð til vesturs að öðru leyti en því að ein akrein er opin. Því má búast við einhverjum töfum á umferð næstu mínúturnar eða jafnvel lengur og því ráðlagt fyrir ökumenn að velja aðra leið ef mögulegt er.

Innlent
Fréttamynd

Bifhjólaslys í Ártúnsbrekku

Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust í umferðarslysi í Ártúnsbrekkunni nú á fjórða tímanum. Bæði voru flutt á slysavarðsstofu. Umferð um Ártúnsbrekkuna tafðist til vesturs á meðan verið var að gera að sárum fólksins og koma því í sjúkrabíl og koma bifhjólinu af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Bætur vegna rangs flatarmáls húss

Íslenska ríkið var í gær dæmt til þess að greiða fyrirtækinu Löngustétt rúmar sjö milljónir króna í skaðabætur og 700 þúsund í málskostnað. Forsaga málsins er sú að Langastétt fékk húseignina Eldshöfða 9 af Fjarðartorgi við gjaldþrotaskipti þess, sem þá hafði nýlega keypt eignina af ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið var bótaskylt

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar.

Innlent
Fréttamynd

Rauf skilorð með skutlinu

Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasala greiði bætur

Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Fosshótel sýknað af kröfum banka

Kaupþing banki tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem höfðað var gegn Fosshótel ehf. Kaupþing banki krafðist þess að Fosshótel greiddi leiguskuld að upphæð 1,8 milljónir krónur. Greindi deilendur á um eðli og formgerð húsaleigusamnings og var öllum kröfum Kaupþings banka um leiguskuld hafnað og Fosshótel sýknað af öllum kröfum og málskostnaður milli aðila felldur niður.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal í sextán ára fangelsi

Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur í Baugsmáli

Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Innlent