Lög og regla

Fréttamynd

Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið

<p>Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Öllum ákæruliðum vísað frá

Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Dó áfengisdauða í höndum lögreglu

Ungur ökumaður, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt, var svo drukkinn að hann dó áfengisdauða í höndum lögreglunnar sem varð að halda á honum eins og kornabarni inn í fangageymslurnar þar sem hann svaf úr sér vímuna framundir hádegi í gær.

Innlent
Fréttamynd

30% ökumanna yfir hámarkshraða

Lögreglan í Reykjavík var með sérstakar hraðamælingar í Grafarvogi í síðustu viku. Mælt var við skólana í hverfinu og í götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Nær 30 prósent þeirra ökumanna sem voru mældir reyndust vera yfir hámarkshraða og mega þeir ökumenn eiga von á sektum.

Innlent
Fréttamynd

Frávísun dregin til baka

Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Eldamennska fór úr böndum

Kveikt var í blaðagámi við Flókagötu í Reykjavík um miðjan dag í gær, en að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fljótgert að slökkva í honum.

Innlent
Fréttamynd

Braut framtönn í lögreglumanni

Maður braut framtönn í lögreglumanni í Kópavogi í nótt þegar verið var að handtaka hann. Maðurinn, sem hafði verið með ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Players, barðist um á hæl og hnakka við handtökuna og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann er látinn sofa úr sér vímuna.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand undir Óshyrnu

Almannavarnanefnd Bolungarvíkur kemur saman seinni partinn í dag til að ræða hættu af grjóthruni á veginn á Óshlíð undir stórri sprungu efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Jónas Guðmundsson sýslumaður, sem er formaður almannavarnanefndar Bolungarvíkur, segir illgerlegt að sprengja í fjallinu til að losa um hrun.

Innlent
Fréttamynd

Óræk sönnun ölvunaraksturs

Ökumaður sem lögreglan á Akranesi stöðvaði aðfaranótt sunnudags, grunaðan um ölvun við akstur, dó áfengisdauða eftir blóðsýnatöku og reyndist lögreglu ómögulegt að vekja hann.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið í tvö útköll í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvívegis út í nótt. Á þriðja tímanum var útkall í Vesturbæ þar sem nágrannar tilkynntu um reykskynjara í gangi. Þegar komið var á staðinn reyndist húsráðandi vera að útbúa sér eitthvað í gogginn. Hann fékk aðstoð við að reykræsta. Á sjötta tímanum logaði svo eldur í bifreið í Mosfellsbæ. Vel gekk að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Braut tönn í lögreglumanni

Ungur maður sem sparkaði í andlit lögregluþjóns fyrir utan skemmtistaðinn Players í Kópavogi aðfaranótt sunnudags var látinn laus að loknum yfirheyrslum um miðjan dag í gær. Við árásina brotnaði tönn í lögregluþjóninum.

Innlent
Fréttamynd

Einn blóðugur eftir slagsmál

Aðfaranótt sunnudags barst lögreglu í Keflavík tilkynning um slagsmál í Sandgerði, en þau voru yfirstaðin þegar komið var á vettvang. Einn var á staðnum blóðugur í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur á Faxabraut

Nokkur erill var hjá lögreglu á Akranesi aðfaranótt sunnudags en fyrr um kvöldið fór fram knattspyrnuhátíð ÍA sem lauk með balli með Stuðmönnum og Jónsa í svörtum fötum, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Einn ók niður ljósastaura

Ölvaður ökumaður ók niður tvo ljósastaura á Reykjanesbraut við bensínstöð Orku um klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Að sögn lögreglu í Kópavogi slapp maðurinn ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Annríki hjá lögreglu í Hafnarfirði

Mikið var um að vera í Hafnarfirði í nótt og hafði lögregla í nógu að snúast. Fyrir utan venjulegt skemmtanahald voru tveir dansleikir. Annar þeirra var í Kaplakrika þar sem voru um 1500 manns. Eitthvað var um pústra í tengslum við ölvun í bænum þótt engin hafi meiðst alvarlega. Tveir sitja inni eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Einn með leiðindi á réttaballi

Einn gisti fangageymslu lögreglu á Blönduósi aðfaranótt sunnudags, en sá hafði að sögn lögreglu verið með leiðindi á réttaballi einn manna. Maðurinn var með óspektir og drykkjulæti. Allir aðrir munu hafa skemmt sér vel.

Innlent
Fréttamynd

Hús rýmd vegna sprenginga

Gera átti litlar prufusprengingar í Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar í gær til að undirbúa aðgerðir í dag og á morgun til varnar grjóthruni sem náð gæti ofan í byggð. Að sögn lögreglu á Ísafirði verða hús á Urðarvegi rýmd í dag og á morgun frá níu að morgni og fram til klukkan þrjú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Enn hrynur grjót í Óshlíð

Lögreglunni í Bolungarvík barst í gærmorgun tilkynning um að grjóthnullungar hefðu fallið á veginn í Óshlíð í grennd við þann stað þar sem stór sprunga er efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Nokkuð grjóthrun hefur verið þarna að undanförnu. Stórir steinar höfðu fallið á veginn utan við varnarnetið yst á hlíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Leit hefur ekki borið árangur

Víðtæk leit af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er eftir að bátur fórst á Viðeyarsundi, hefur staðið yfir í allan dag en hefur enn ekki borið árangur. Gengnar hafa verið fjörur frá Gróttu fram yfir Hofsvík á Kjalarnesi. Kafarar frá Björgunarsveitunum, slökkviliði höfuðborgarsvæðisinns og Landhelgisgæsluni hafa kafað á Viðeyjarsundi en einnig hefur verið notast við sónarleitartæki og neðansjávarmyndavél.

Innlent
Fréttamynd

Líkið af Friðriki Ásgeiri fundið

Líkið af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni fannst seinni partinn í dag. Rétt fyrir klukkan sex náðu kafarar líkinu upp og var komið með hann að landi nú rétt fyrir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í varðhaldi vegna smygls

Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir litáískum karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir að smygla til landsins tæplega fjórum kílóum af metamfetamíni með Norrænu í júní síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgripsmikil leit að Friðriki

Stórtæk leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er síðan bátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan, er hafin. Búist er við að á annað hundrað manns taki þátt í leitinni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rökstuddur grunur um áfengisneyslu

Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka.

Innlent
Fréttamynd

TF-SIF leitaði Friðriks í dag

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur.

Innlent
Fréttamynd

Málsaðilar bera hver sinn kostnað

Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Fékk brunnlok í sig í miðbænum

Betur fór en á horfðist þegar strætisvagni var ekið á brunnlok á mótum Tjarnargötu og Skothúsvegar í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Brunnlokið skaust upp og lenti á manni sem var á gangi í grenndinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík meiddist maðurinn þó ekki alvarlega og var hann með góða meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Sigldu bátnum af skerinu

Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma.

Innlent
Fréttamynd

Pókeræði á Íslandi

Pókeræði geisar nú meðal landsmanna og nóg er um tækifæri til að taka þátt í ólöglegum fjárhættuspilum segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann segir spilaklúbba og spilavíti færð reglulega á milli staða svo lögreglan komist ekki á sporið. Íslendingar eyða miklu fé í fjárhættuspil, en árlega velta lögleg fjárhættuspil rúmlega milljarði króna og ólöglegu spilavítin bætast þar á ofan.

Innlent
Fréttamynd

26 umferðaróhöpp í Reykjavík í gær

26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær þrátt fyrir að akstursskilyrði væru hin ákjósanlegustu. Þetta er langt umfram allt meðaltal og kann lögregla enga sérstaka skýringu á þessari óhappahrynu. Enginn meiddist alvarlega en eignatjón hleypur á milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir að skjóta á pilt

Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að skjóta að pilti úr lítilli loftbyssu í apríl. Mennirnir hlutu 8 og 5 mánaða fangelsi. Þeir létu fórnarlambið afklæðast á berangri á Vaðlaheiði og skutu á það alls sautján sinnum. fjórar kúlur voru fjarlægðar úr líkama hans.

Innlent