Lög og regla

Fréttamynd

Aukið fjármagn til umferðaröryggis

Stórauknu fjármagni verður á næstu fjórum árum veitt til umferðaröryggismála samkvæmt samningi sem Umferðarstofa og Ríkislögreglustjóri undirrituðu á blaðamannafundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt fyrir hrottafengna nauðgun

42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta vegna samráðs

Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna meints taps af ólöglegu verðsamráði þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir teknir í átaki lögreglu

Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

3 ár og milljón í skaðabætur

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök og vill ekki tjá sig

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Landssíminn dæmdur í Héraðsdómi

Landssíminn var í Héraðsdómi í dag dæmdur til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma milljón króna fyrir afnot af lóð undir fjarskiptamastur í tæp þrjú ár. Lóðin hefur verið í eigu Gullvers síðan maí árið 2001 þegar fyrirtækið keypti hana af ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Síminn skylt að greiða leigu

Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum sem leigu vegna fjarskiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers.

Innlent
Fréttamynd

Tveir kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík kærði tvo ökumenn í nótt fyrir hraðakstur. Annar þeirra var mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var ökumaður stöðvaður á 95 kílómetra hraða innanbæjar í Keflavík þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Pissaræningi handtekinn

Maðurinn sem rændi pissasendil í fyrrinótt var handtekinn í gærkvöldi og hefur hann játað verknaðinn. Maðurinn rændi pissasendilinn í stigagangi í Hvassaleiti í fyrrinótt. Hafði ræninginn 3200 krónur upp úr krafsinu, auk farsíma sendilsins.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt hjá lögreglunni í Reykjavík

Svo virðist sem rigningin í nótt hafi orðið þess valdandi að rólegt var að gera hjá lögreglunni í Reykjavík. Að sögn varðstjóra var fremur lítið um útköll. Í Hafnarfirði kom upp eitt fíkniefnamál við hefðbundið eftirlit þar sem einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni.

Innlent
Fréttamynd

Slógust við lögreglumenn

Hópur manna á Eyrarbakka lenti í slagsmálum við þrjá lögreglumenn frá Selfossi í nótt. Lögreglumenn sáu hvar maður sparkaði í höfuð annars manns og hugðust þá handtaka hann. Félagar árásarmannsins réðust þá að lögreglumönnunum og út brutust mikil átök þar sem lögreglan hafði betur.

Innlent
Fréttamynd

Meintur nauðgari enn ófundinn

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Mannsins enn leitað

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Karlmaðurinn og konan þekktust og er því vitað hver maðurinn er.

Innlent
Fréttamynd

Pítsusendill rændur í austurborg

Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Maður ógnaði sendlinum með hnífi og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Málið er í rannsókn og er ræningjans leitað. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur og einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni á sér á Laugaveginum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Kannar vísbendingar eftir rán

Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Hann hafði verið pantaður að fjölbýlishúsi við Hvassaleiti. Í anddyri þess réðst maður vopnaður hnífi að sendlinum og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Ræningjans er leitað en lögreglan telur sig hafa ákveðnar vísbendingar sem verið er að kanna.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir eftir slagsmál

Tveir menn voru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar í Keflavík eftir átök við lögreglumenn utan við skemmtistað í bænum í nótt. Í Hafnarfirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Sömu sögu er að segja frá Akureyri þar sem nóttin var róleg. Þó var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Maður sem leitað var að fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir á Austurlandi í gær er kominn fram. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði fór hann ranga leið á leið frá Djúpavogi til Egilsstaða í fyrradag og lenti á torfærum vegslóða og festi bíl sinn.

Innlent
Fréttamynd

Leitað vegna meintrar nauðgunar

Karlmanns um fimmtugt er nú leitað eftir að kona um þrítugt kom á lögreglustöð í dag og kærði hann fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur milli klukkan eitt og tvö í nótt en karlmaðurinn og konan þekktust.

Innlent
Fréttamynd

Segir lögreglu hafa beitt harðræði

Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt þrjá pilta á aldrinum fimmtán til sextán ára við verslun Select í Breiðholti grunaða um að hafa unnið skemmdarverk á húsum í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru piltarnir ölvaðir og einn þeirra með hamar innanklæða.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að smygla amfetamíni og LSD

Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni og töluverðu magni af LSD til landsins frá Hollandi. Alls voru sakborningarnir í málinu fimm og fengu aðrir tveir sem að málinu komu annars vegar hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Fundu konu sem saknað hafði verið

Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslu fundu fyrir stundu konu sem leitað hefur verið í grennd við Blönduós frá því um miðja nótt. Hún hafði fallið ofan í djúpan skurð og meitt sig þannig að hún komst ekki upp úr honum aftur. Hún var köld og hrakin þegar hún fannst og er nú verið að flytja hana á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu seinagangi kerfisins

Átta flóttamenn frá fjölmörgum löndum mótmæltu á götum Reykjanesbæjar í dag. Þeir hafa dvalið á gistiheimili í bænum undanfarna mánuði og mótmæla seinagangi kerfisins; segja íslensk stjórnvöld ekki líta á sig sem mannverur.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir kókaínsmygl í hárkollu

Erlend kona á sjötugsaldri var í dag dæmd í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt inn kókaín sem falið var í hárkollu sem hún bar.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt samkeppnisbrot Símans

Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki með haffærisskírteini

Lögreglumenn biðu á bryggjunni þegar handfæra- og línubáturinn Eyjólfur Ólafsson GK kom til Sandgerðis í gærkvöldi eftir að mikil leit hafði verið gerð að bátnum í gær. Það var gert þar sem hann hvarf úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og ekki náðist samband við hann um talstöð eða síma. Í ljós kom að báturinn hafði farið út fyrir leyfileg mörk, hann hafði ekki haffærisskírteini og hvorugur bátsverja hafði fullgilda lögskráningu á bátinn og voru því ótryggðir.

Innlent
Fréttamynd

Lá hjálparvana í djúpum skurði

Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslum fundu á níunda tímanum í morgun húsfreyju af sveitabæ í grennd við Blönduós, þar sem hún lá hjálparvana og hrakin ofan í djúpum skurði.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórar sjá ekki merkin

Lögreglan í Ólafsvík tók tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur, á vegaköflum þar sem vegaframkvæmdir stóðu yfir og búið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund, eftir kvöldmat á fimmtudag. Nokkuð var um að rúður brotnuðu í bílum vegna grjótkasts.

Innlent