Lífið

Fréttamynd

100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands

Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði).

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone

Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur J. þingmaður ársins

Steingrímur J. Sigfússon, formðaur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er þingmaður ársins að mati lesenda Vísis. Niðurstöður kosninga á Vísi voru kynntar í lokaþætti Silfurs Egils í dag og hlaut Steingrímur J. afgerandi kosningu. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá einstaklingur sem lesendur Vísis vilja helst sjá á þingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Egill á nú Silfur Egils

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hálftóm tíu þúsund manna höll?

Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar.

Innlent
Fréttamynd

Selma fellur í veðbönkum

Samkvæmt enskum veðbönkum fellur íslenska lagið á listanum yfir líklegustu sigurvegara í úrslitakeppninni á laugardag. Það fer úr fjórða sæti niður í það sjötta. Ísland er þó enn í þriðja sæti á lista yfir liðin í forkeppninni í kvöld á eftir Noregi og Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision draumurinn úti

Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin  fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi.

Innlent
Fréttamynd

Segja söng Selmu ábótavant

Það eru margir vefir sem fjalla einungis um Eurovision og er haldið úti, oft á tíðum af sjúklegum aðdáendum þessarar keppni. Einn þeirra heitir doteurovision.com. Í umfjöllun þeirra um Selmu á æfingum í gær kemur fram að þar fari greinilega atvinnumaður í greininni, en það vanti aðeins uppá í söngnum.

Innlent
Fréttamynd

Selma syngur á Gay pride í Osló

Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða sæti í veðbönkum

Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Selma heillar alla

Það er alveg ljóst að Selma Björnsdóttir átti daginn í blaðamannaherberginu í Kænugarði þar sem hún fór hreinlega á kostum. Þar tók hún lagið auk þess sem geislandi framkoma hennar bræddi alla viðstadda. Hún tók þrjú lög þar á meðal söng hún All out of luck, þar sem hún tók viðlagið á þýsku og þá söng hún gamalt króatískt eurovisionlag.

Innlent
Fréttamynd

Selma farin til Kænugarðs

Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið <strong><em>If I had your love</em></strong>. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn styrkir Selmu

Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja Selmu Björnsdóttur til þátttöku í Evróvisjón söngvakeppninni. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að með samningnum fái Selma aukið fjárhagslegt svigrúm til að helga sig þátttöku í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sjá um Spegilinn

Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn <em>Spegillinn</em> er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Modernus að gefast upp á blogginu

Modernus, sem rekur samræmda vefmælingu íhugar að hætta mælingu á íslenskum bloggvefjum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Modernuss. Orðrétt segir á vef fyrirtækisins; "Eftir stendur að ekkert lát er á bloggæðinu svonefnda og að fyrr eða síðar kemur að því að of dýrt verður fyrir Modernus að mæla allar þessar síður, nema auknar tekjur komi til - því miður."

Innlent
Fréttamynd

Aukatónleikar með Kyrkjebö

Miðar á tónleika, sem norska söngkonana Sissel Kyrkjebö hyggst halda hér á landi 30. september næstkomandi í Háskólabíói, seldust upp á innan við klukkustund í sérstakri forsölu í morgun. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika og fara þeir fram kvöldið eftir, 1. október. Miðasala á aukatónleikana hefst á morgun, miðvikudag.

Menning
Fréttamynd

Sissel komin til landsins

Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust.

Menning
Fréttamynd

Uppselt á tónleika Carreras

Uppselt er á tónleika spænska stórtenórsins Joses Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói í kvöld. Carreras kom til landsins í gær en á efnisskrá tónleikanna verða verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar en að öllum líkindum ekki óperuaríur. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir komu stórtenórsins hingað til lands.

Menning
Fréttamynd

Endurupptaka ekki útilokuð

Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp.

Innlent
Fréttamynd

Hræðist ekki gagnrýnendur

Ekki skal vanmeta konuna er boðskapur leikverksins Mýrarljóss, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ekki skal heldur vanmeta konuna sem leikstýrir þessu verki, Eddu Heiðrúnu Backman, en hún er bjartsýn á viðtökurnar og hræðist ekki gagnrýnendur.

Menning
Fréttamynd

Vill ástarsamband við þjóðina

Stórtenórinn Placido Domingo vonast til að taka upp ástarsamband við íslensku þjóðina þegar hann kemur hingað og syngur fyrir tónleikagesti í mars. Hann stefnir að því að hafa fjölbreytt lagaúrval á dagskránni og jafnvel eitthvað íslenskt.

Menning
Fréttamynd

Fegurðardrottning í forstjórastól

 "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir Hildar Dungal sem í dag tekur formlega við sem forstjóri Útlendingastofnunar. Hún bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja franskt nafn á þættina

Idol-stjörnuleit heldur væntanlega áfram í franska sjónvarpinu en fjöldi skyldra þátta gæti horfið. Ástæða þessa eru nöfnin sem mörg hver eru ensk og það líkar allsherjarútvarpsráði fransmanna ekki. Ráðið, sem hefur einnig vald yfir dagskrá einkastöðva, krefst þess að þættir á borð við Popstar beri framvegis franskt nafn og heiti þá Vedettes de varietes til að mynda.

Menning
Fréttamynd

Segir Norðmenn sjálfsánægða

Vellríkir, heilbrigðið uppmálað, lúðalegir, sjálfsánægðir og staðfastir í þeirri trú að þeir séu hinir útvöldu skandínavar. Þannig lýsir Johanne Hildebrandt, sænskur stríðsfréttaritari, nágrönnum sínum, Norðmönnum, í grein í Aftonbladet. Þar hneykslast hún yfir því að Norðmenn ætli að eyða tveimur milljörðum norskra kóna í hátíðarhöld í vor til að minnast þess að hundrað ár verða liðin frá því að Norðmenn fengu sjálfstæði frá Svíum.

Menning
Fréttamynd

Lítið kraftaverk í Keflavík

Það má teljast kraftaverk að lítil stúlka úr Keflavík sem brenndist lífshættulega í fyrrasumar sé á lífi. Stúlkan er nú komin heim af sjúkrahúsi og dafnar vel miðað við aðstæður.

Menning
Fréttamynd

Bjargaði stúlku úr brennandi íbúð

Hinrik Ingi Guðbjargarson á Akureyri sýndi snarræði er hann bjargaði stúlku út úr brennandi íbúð í kjallaranum að Hafnarstræti 100 kl. 20.30 á föstudagskvöldið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Idol - Stjörnuleit heldur áfram

Keppni í Idol - Stjörnuleit heldur áfram á Stöð 2 morgun en þá hefjast 10 manna úrslit í beinni útsendingu frá Smáralind í Kópavogi. Frá því að 32 manna úrslitum lauk í desember hafa þeir keppendur sem eftir eru búið sig af kappi undir úrslitin, fundið lög og útsett þau í samstarfi við Jón Ólafsson, tónlistarstjóra keppninnar.

Menning
Fréttamynd

Safnað fyrir fórnarlömb Tsunami

Hljómsveitirnar Manic Street Preachers, Snow Patrol, Embrace og söngvarinn Badly Drawn Boy hafa öll staðfest mætingu á Live-Aid tónleikana á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Einnig munu Eric Clapton, Feeder og Lemar koma fram á tónleikunum, sem haldnir verða þann 22. janúar. 

Innlent
Fréttamynd

Skýt enn upp flugeldum

Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Haraldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan.

Innlent
Fréttamynd

Endurskin til útivistarfólks

Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu.

Innlent