Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Nýjar sóttvarnareglur í gildi

Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt heil­brigðis­kerfi í boði ráð­herra

Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að.

Skoðun
Fréttamynd

„Það síðasta sem við þurfum núna“

„Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Sammála því að tilefni sé til að slaka á

Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því.

Innlent
Fréttamynd

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.

Innlent
Fréttamynd

Heimila notkun hrað- og sjálfs­prófa með 90 prósent næmi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan

Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir

Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug.

Erlent
Fréttamynd

Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar

Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Innlent