Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum

Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“

„Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti