Fjölnir

Fréttamynd

„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“

Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­­vík-Fjölnir 107-78 | Þægi­legur Kefla­víkur­sigur í til­þrifa­litlum leik

Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 93-51 | Breiðablik fékk skell með nýjan þjálfara

Fjölnir valtaði yfir Breiðablik í fyrsta leik Jeremy Smith sem tók við Breiðabliki eftir að Yngva Gunnlaugssyni var sagt upp störfum. Fjölnir fór hægt af stað og var þremur stigum undir eftir fyrsta fjórðung en tók síðan yfir leikinn í öðrum leikhluta og keyrði yfir Breiðablik það sem eftir var leiks. Fjölnir vann á endanum 42 stiga sigur 93-51. 

Körfubolti
Fréttamynd

Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni

Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó.

Körfubolti
Fréttamynd

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Deildarmeistararnir styrkja sig

Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við austurrísku körfuknattleikskonuna Simone Sill um að leika með liðinu á komandi leiktíð i Subway-deild kvenna í körfubolta.

Körfubolti