Höttur

Fréttamynd

Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku

Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn: Buðum hættunni heim

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er að horfa í einn kaldann á Hótel Selfoss hjá Bjögga snögga í kvöld“

„Leikplanið hjá okkur varnarlega gekk upp, náðum að ýta þeim úr því sem þeir eru góðir í. Þetta var mjög vel framkvæmt hjá okkur. Trúin og hvernig við réðumst á þá í framlengingunni sýnir styrk hjá liði sem er búið að tapa fleiri lengjum en það hefur unnið. Það var öflugt að klára þetta,“ sagði glaður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Innlent