Umferð „Bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð“ Borgarstjóri segir að ógnarlangar bílaraðir undanfarna morgna á höfuðborgarsvæðinu vera beina afleiðingu skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá árinu 1960 eða svo. Innlent 29.8.2023 14:50 Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15 Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55 Steypumót féllu af flutningabíl á Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum. Innlent 23.8.2023 11:19 Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. Innlent 15.8.2023 06:45 Umferð á hringveginum aldrei verið meiri Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet. Innlent 14.8.2023 14:49 Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum. Innlent 13.8.2023 10:54 Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58 Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15 Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9.8.2023 21:46 Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11 Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Innlent 7.8.2023 19:22 Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg við Krýsuvíkurafleggjara og truflaði umferð um veginn á tímabili en búið er að fjarlægja rútuna. Innlent 7.8.2023 13:14 Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. Innlent 4.8.2023 19:39 Lögreglan hefur ekki yfir neinu að kvarta Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 4.8.2023 16:48 Göngin opin aftur eftir óhapp Hvalfjarðargöng voru lokuð í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 2.8.2023 18:39 ,,Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar Það vakti nokkra athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem legið hefur inn á samráðsgáttinni vef Stjórnarráðsins í sumar til kynningar að ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við Húnavallaleið í fyrirliggjandi áætlun til næstu 15 ára. Skoðun 2.8.2023 08:01 Bíll valt í Langadal Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju. Innlent 31.7.2023 23:20 Bílvelta á Gullinbrú Bíll valt á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 31.7.2023 13:58 Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Innlent 27.7.2023 10:34 Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs. Innlent 25.7.2023 17:21 „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Innlent 22.7.2023 23:00 Einn látinn eftir umferðarslysið fyrir vestan Einn farþegi var úrskurðaður látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir. Innlent 17.7.2023 18:10 „Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45 Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39 Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54 Þriggja bíla árekstur og Hvalfjarðargöng lokuð um tíma Hvalfjarðargöng voru lokuð um óákveðinn tíma en þriggja bíla árekstur varð í göngunum. Þau hafa nú opnað aftur. Innlent 11.7.2023 14:08 Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56 Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Innlent 9.7.2023 12:24 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. Innlent 8.7.2023 16:20 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 14 ›
„Bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð“ Borgarstjóri segir að ógnarlangar bílaraðir undanfarna morgna á höfuðborgarsvæðinu vera beina afleiðingu skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá árinu 1960 eða svo. Innlent 29.8.2023 14:50
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15
Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55
Steypumót féllu af flutningabíl á Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum. Innlent 23.8.2023 11:19
Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. Innlent 15.8.2023 06:45
Umferð á hringveginum aldrei verið meiri Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet. Innlent 14.8.2023 14:49
Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum. Innlent 13.8.2023 10:54
Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58
Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15
Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9.8.2023 21:46
Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11
Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Innlent 7.8.2023 19:22
Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg við Krýsuvíkurafleggjara og truflaði umferð um veginn á tímabili en búið er að fjarlægja rútuna. Innlent 7.8.2023 13:14
Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. Innlent 4.8.2023 19:39
Lögreglan hefur ekki yfir neinu að kvarta Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 4.8.2023 16:48
Göngin opin aftur eftir óhapp Hvalfjarðargöng voru lokuð í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 2.8.2023 18:39
,,Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar Það vakti nokkra athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem legið hefur inn á samráðsgáttinni vef Stjórnarráðsins í sumar til kynningar að ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við Húnavallaleið í fyrirliggjandi áætlun til næstu 15 ára. Skoðun 2.8.2023 08:01
Bíll valt í Langadal Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju. Innlent 31.7.2023 23:20
Bílvelta á Gullinbrú Bíll valt á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 31.7.2023 13:58
Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Innlent 27.7.2023 10:34
Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs. Innlent 25.7.2023 17:21
„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Innlent 22.7.2023 23:00
Einn látinn eftir umferðarslysið fyrir vestan Einn farþegi var úrskurðaður látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir. Innlent 17.7.2023 18:10
„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45
Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54
Þriggja bíla árekstur og Hvalfjarðargöng lokuð um tíma Hvalfjarðargöng voru lokuð um óákveðinn tíma en þriggja bíla árekstur varð í göngunum. Þau hafa nú opnað aftur. Innlent 11.7.2023 14:08
Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56
Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Innlent 9.7.2023 12:24
Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. Innlent 8.7.2023 16:20