Verðlag

Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri segir Ís­lendinga í góð­æris­vanda

Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðl­a­bank­a­stjór­i átti ekki von á sjálfs­mark­i þeg­ar hann gaf upp bolt­ann

Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn hafi dregið stutta stráið

Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun

Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. 

Neytendur
Fréttamynd

Fast­eigna­verð „hátt á alla mæli­kvarða“ og spáir tólf prósenta raun­lækkun

Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir.

Innherji
Fréttamynd

Spá elleftu hækkuninni í röð

Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður.

Innlent
Fréttamynd

Segir lands­menn eyða of miklu

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“

Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn.

Neytendur
Fréttamynd

Hart sótt að Katrínu vegna verð­bólgunnar

Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólgu­kippur í boði hins opin­bera kú­vendir ekki horfunum

Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag.

Innherji
Fréttamynd

Forstjóri Haga: Höfum aldrei séð álíka verðhækkanir frá birgjum áður

Smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup ásamt Olís, segir að allt síðasta ár hafi verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum bæði verið „nokkuð tíðar og ansi miklar.“ Forstjóri félagsins vill ekki reyna að vekja upp innstæðulausar væntingar um hvenær verð taki að lækka á ný en hefur „enga trú á að við séum að fara sjá tveggja ára tímabil af þessari stöðu.“

Innherji
Fréttamynd

Verald­leg stöðnun, ekki verald­leg verð­bólgu­kreppa

Færa má sterk rök fyrir því að veraldleg stöðnun (e. secular stagnation) – viðvarandi hægur hagvöxtur – sé á sjóndeildarhringnum fyrir flest þróuð hagkerfi og Kína auk margra nýmarkaðs- og þróunarríkja sem treysta á alþjóðaviðskipti og erlenda fjárfestingu. Þeir sem tala fyrir því sjónarmiði benda á lýðfræðilega þróun þar sem hlutfall aldraðra eykst, viðsnúning hnattvæðingar, loftslagsbreytingar, aukinn ójöfnuð og háa skuldastöðu. Bjartsýnismenn benda hins vegar á kraftinn sem falist getur í hagkerfum yngri þjóða og aukna framleiðni samhliða tækniframförum á borð við gervigreind, vélmennavæðingu og líftækni.

Umræðan
Fréttamynd

Hætta á að launa­hækkanir verði notaðar sem tylli­á­stæða fyrir verð­hækkanir

Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Neytendur
Fréttamynd

Hagnaðardrifna verðbólgan

Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir.

Skoðun
Fréttamynd

Greiningar­deildir bjart­sýnni á verð­bólgu­horfur en Hagar

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar.

Innherji