Verðlag

Fréttamynd

Seðl­a­bank­a­stjór­i seg­ir að fyrst­u kjar­a­samn­ing­arn­ir séu „mjög já­kvæð tíð­ind­i“

Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum.  „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.

Innherji
Fréttamynd

Ásgeir hefur aldrei komið til Tene

Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Innlent
Fréttamynd

Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“?

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum að­eins að vakna,“ segir fjár­mála­ráð­herra sem styður Seðla­bankann

Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn og eina verk­færið

Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta

Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta

Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld.

Innherji
Fréttamynd

Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

„Augu allr­a“ hafa verið á verð­bólg­u, einkum í Band­a­ríkj­un­um

Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum.

Innherji
Fréttamynd

Ver­­u­­leg hækk­­un raun­­geng­­is á­sk­or­­un fyr­­ir at­v­inn­­u­­grein­­ar í al­þjóð­legr­i sam­­keppn­­i

Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.

Innherji
Fréttamynd

Eru hlut­a­bréf verð­tryggð?

Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.

Umræðan
Fréttamynd

Betra er brjóst­vit en bók­vit

Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­­skeru­brestur í Flórída ýtir verði á appel­sínu­safa í met­hæðir

Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída.

Innherji
Fréttamynd

Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma.

Viðskipti innlent