Málefni heimilislausra

Fréttamynd

Hálft líf heimilis­lausra kvenna

Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum.

Skoðun
Fréttamynd

Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffi­stofu Sam­hjálpar

Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.

Innlent
Fréttamynd

Sat yfir líki í fjóra sólar­hringa

Thelma Björk Brynjólfsdóttir lifði við það í aldarfjórðung að eiga móður sem var útigangskona. Móðir hennar flakkaði inn og út úr meðferð í gegnum árin og var á stöðugum vergangi. Hún var flutt í geðrofsástandi á stofnun eftir að sambýlismaður hennar fannst látinn og var að lokum svipt sjálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunguárás í gistiskýlinu

Hnífstunguárásin sem greint var frá í morgun var framin í gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn á Lindargötu í Reykjavík. Það er önnur hnífstunguárásin sem framin er í gistiskýlum borgarinnar á örfáum mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Nötur­legt fleti undir bryggju í Reykja­vík

Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra.

Innlent
Fréttamynd

Leita að nýju hús­næði fyrir kaffi­stofu Sam­hjálpar

Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Mikil að­sókn í neyðar­skýli

Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur.

Innlent
Fréttamynd

„Kominn tími til að við fáum bara að lifa“

Ragnar Erling Hermansson hefur vakið athygli fjölmiðla fyrir baráttu sína gegn heimilisleysi. Ragnar hefur lagt allt sitt í þá baráttu. Hann dreymir um að komast að rót vandans og eyða heimilisileysi fyrir fullt og allt.

Lífið
Fréttamynd

Var Jesús heimilis­laus?

Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Smáhýsin, hvernig hefur gengið?

Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég get þetta ekki lengur“

„Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan.

Lífið
Fréttamynd

Hús­næði fyrst

Enn og aftur berast fréttir af því að heimilislausir á Gistiskýlinu þurfa að fara út í öllum veðrum og þó þau séu veik.

Skoðun
Fréttamynd

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin

Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. 

Innlent
Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna

Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir dóms­mála­ráð­herra útópískar

Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. 

Innlent
Fréttamynd

Segir lögin hafa verið alveg skýr um af­drif þjónustu­lausra hælis­leit­enda

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti.

Innlent
Fréttamynd

Hælis­leit­endur ekki fengið pláss í Konu­koti

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými.

Innlent