Deilur um iðnað í Ölfusi

Fréttamynd

Hugsi eftir íbúafund gær­dagsins

Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt.

Skoðun
Fréttamynd

Allt á suðu­punkti í Þor­láks­höfn vegna kosninganna

Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mál setur á­form Heidelberg í upp­nám

Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Kona, vertu ekki fyrir!

Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Grjótið í eggjakörfunni

Stór umdeild mál er mikilvægt að fjalla um með málefnalegum hætti og af virðingu. Þegar mat er lagt á kosti og galla atvinnuskapandi verkefna er æskilegt að ræða um staðreyndir og ekkert óeðlilegt er við það að umræðan blandist að einhverju leyti tilfinningum.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið gert úr á­hyggjum í­búa Ölfuss og annarra lands­manna

Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Fín­malað mó­berg til að lækka kolefnisspor sements á Ís­landi og í Evrópu.

Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Fordæmalaus á­form og enginn lagarammi til um eftir­lit

Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. 

Innlent
Fréttamynd

Sýslu­maður hótar því að taka að­vent­ista af skrá

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag.

Innlent
Fréttamynd

Stað­reyndirnar um upp­byggingu Heidelberg í Þor­láks­höfn

Umræða um fyrirhugaða uppbyggingu Heidelberg í Þorlákshöfn hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Það er eðlilegt enda um stórt verkefni á marga vegu. Verkefnið mun skila árlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda við sementsframleiðslu sem nemur allt að 1,2 milljónum tonna á ári. Það er um 40% af árlegri losun okkar Íslendinga að stóriðju og landnotkun undanskilinni. Verkefnið er því eitt stærsta loftlagsverkefni sem unnið er að hér á landi um þessar mundir, ef frá er skilið fyrirætlanir CarbFix í Straumsvík.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hyggjurnar enn til staðar og engin trygging

Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­leg staða að vera settur í“

Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss.

Innlent
Fréttamynd

Kosningum frestað

Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulnings verksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Nauðugur sá kostur að fresta at­kvæða­greiðslunni

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Boða sér­stakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts

Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu

Innlent
  • «
  • 1
  • 2