Hvalveiðar

Fréttamynd

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Innlent
Fréttamynd

Eru hvalveiðar dýraníð?

Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin.

Skoðun
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkis­stjórninni

Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­slit lík­legri í dag en í gær

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Paul Watson ánægður með Svandísi

Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína.

Innlent
Fréttamynd

Engar hvalveiðar í sumar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóð­leg sam­tök skora á ráð­herra að stoppa bátana

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns

Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða.

Innlent
Fréttamynd

Af hvölum og kvölum

Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ægi­fegurð hvalsins

Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­ræti og mann­dómur ís­lenzkra ráð­herra og al­þingis­manna

Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir.

Skoðun
Fréttamynd

Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.

Innherji