Hvalveiðar

Fréttamynd

SAF ósátt við hvalveiðar

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) lýsir í ályktun yfir vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar

Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun.

Innlent
Fréttamynd

Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar

Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Ég er hryðjuverkamaður

Ég er reið, ég er svo reið að ég get ekki lesið skýrsluna sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands beyglaði saman án þess að fá grátkast af bræði.

Skoðun
Fréttamynd

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar

Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit.

Innlent
Fréttamynd

„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“

Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum.

Innlent