Reykjavíkurkjördæmi suður

Fréttamynd

Baráttan bara rétt að byrja

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin

Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur.

Innlent
Fréttamynd

Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu

Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur tekur af­gerandi for­ystu

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra er aftur kominn með for­ystu í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík þegar um 1.500 at­kvæði eru ó­talin.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug tekur for­ystuna af Guð­laugi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið forystuna af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í prófkjöri flokksins þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða eru taldir. Aðeins 55 atkvæði skilja ráðherrana að.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er alveg af­slöppuð með þessa niður­­­stöðu“

Út­lit er fyrir að fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, sem hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðu Á. Ander­sen, sé á leið af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Hún segir von­brigði að vera í áttunda sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík eftir að tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Kjör­staðir opnir lengur vegna langra raða

Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjör­staði Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfir­kjör­stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hart barist um efstu sætin

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn voru 3.700 manns búnir að kjósa í gær í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það betri kjörsókn en 2016. Hart er barist um efstu sætin en prófkjörinu lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogi framtíðarinnar

Nú um helgina ganga sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga og velja sér fulltrúa á framboðslista í næstu kosningum og þar vegur einna þyngst hver velst til forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Innlent
Fréttamynd

Höfum á­hrif - kjósum fram­tíðina!

Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Skoðun
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk – höfum áhrif!

Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðasta prófkjöri sama flokks voru kjósendur 35 ára og yngri aðeins 20 prósent þeirra sem mættu á kjörstað. Þetta er sláandi staðreynd í ljósi þess að prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast inn á þing.

Skoðun
Fréttamynd

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Brynja Dan í fram­boð fyrir Fram­sókn

Brynja Dan Gunnars­dóttir mun skipa annað sæti á lista Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík norður í komandi þing­kosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta stað­festi Brynja við Vísi í kvöld en Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Frið­jón í framboð

Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Innlent
Fréttamynd

Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.

Innlent