Gos á Fimmvörðuhálsi Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni. Fólk sem býr í Heimalandi er beðið um að vera kyrrt heimafyrir. Innlent 14.4.2010 04:25 Áttu mynd af nýja gosinu? Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hvetur fólk sem tekur ljósmyndir eða myndskeið af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem hófst í nótt eða af hlaupi af þess völdum til þess að senda þær til Fréttastofunnar. Innlent 14.4.2010 04:16 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Innlent 14.4.2010 03:57 Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Innlent 14.4.2010 03:48 Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. Innlent 14.4.2010 03:31 Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. Innlent 14.4.2010 03:07 Farið í sumarhús á svæðinu til þess að athuga með fólk Skjálftarnir sem mælst hafa eru grunnir að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns á Hvolsvelli og því var ákveðið að rýma byggð austan Markarfljóts og að Skógum. Innlent 14.4.2010 02:22 Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð Íbúar á Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. Innlent 14.4.2010 02:17 Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi. Innlent 14.4.2010 02:09 Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. Innlent 14.4.2010 01:27 Rýmingu að ljúka Rýmingu er að ljúka milli Hvolsvallar og Skóga. Svæðinu þar á milli er algerlega lokað. Innlent 14.4.2010 02:37 Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili. Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Innlent 9.4.2010 19:06 Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í Innlent 8.4.2010 22:27 Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið í beinni Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Innlent 7.4.2010 16:14 Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. Innlent 30.3.2010 14:23 Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi. Innlent 30.3.2010 12:03 Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. Innlent 30.3.2010 09:57 Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um Innlent 30.3.2010 06:44 Gosið í beinni hjá Mílu Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér. Innlent 27.3.2010 19:00 400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Innlent 27.3.2010 14:03 Töluverður gosórói í nótt Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Innlent 27.3.2010 09:21 Gosið að kvöldlagi - myndir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má. Innlent 25.3.2010 13:08 Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. Lífið 24.3.2010 22:30 Gufustrókar hækka í 12.000 fet í logninu Gufustrókar úr eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi hækkuðu verulega þegar líða tók á daginn í gær og vind lægði. Innlent 24.3.2010 22:32 Ferðamenn vilja sjá náttúru Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Innlent 24.3.2010 22:32 Gos ekki hafið á nýjum stað - mikil gufa orsakar bjarma Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu í kvöld og talið að eldgos væri hafið á nýjum stað í grennd við gossprunguna á Fimmvörðuhálsi. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svo ekki vera. Innlent 24.3.2010 22:02 Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Innlent 24.3.2010 19:33 Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb. Innlent 24.3.2010 18:45 Þrýstingurinn hefur ekki minnkað - enn hætta á að gosið fari undir jökul Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu fundaði í dag með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamönnum um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Innlent 24.3.2010 18:12 Þingmenn skoða gosið Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Innlent 24.3.2010 13:45 « ‹ 8 9 10 11 12 13 … 13 ›
Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni. Fólk sem býr í Heimalandi er beðið um að vera kyrrt heimafyrir. Innlent 14.4.2010 04:25
Áttu mynd af nýja gosinu? Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hvetur fólk sem tekur ljósmyndir eða myndskeið af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem hófst í nótt eða af hlaupi af þess völdum til þess að senda þær til Fréttastofunnar. Innlent 14.4.2010 04:16
Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Innlent 14.4.2010 03:57
Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Innlent 14.4.2010 03:48
Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. Innlent 14.4.2010 03:31
Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. Innlent 14.4.2010 03:07
Farið í sumarhús á svæðinu til þess að athuga með fólk Skjálftarnir sem mælst hafa eru grunnir að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns á Hvolsvelli og því var ákveðið að rýma byggð austan Markarfljóts og að Skógum. Innlent 14.4.2010 02:22
Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð Íbúar á Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. Innlent 14.4.2010 02:17
Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi. Innlent 14.4.2010 02:09
Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. Innlent 14.4.2010 01:27
Rýmingu að ljúka Rýmingu er að ljúka milli Hvolsvallar og Skóga. Svæðinu þar á milli er algerlega lokað. Innlent 14.4.2010 02:37
Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili. Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Innlent 9.4.2010 19:06
Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í Innlent 8.4.2010 22:27
Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið í beinni Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Innlent 7.4.2010 16:14
Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. Innlent 30.3.2010 14:23
Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi. Innlent 30.3.2010 12:03
Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. Innlent 30.3.2010 09:57
Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um Innlent 30.3.2010 06:44
Gosið í beinni hjá Mílu Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér. Innlent 27.3.2010 19:00
400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Innlent 27.3.2010 14:03
Töluverður gosórói í nótt Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Innlent 27.3.2010 09:21
Gosið að kvöldlagi - myndir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má. Innlent 25.3.2010 13:08
Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. Lífið 24.3.2010 22:30
Gufustrókar hækka í 12.000 fet í logninu Gufustrókar úr eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi hækkuðu verulega þegar líða tók á daginn í gær og vind lægði. Innlent 24.3.2010 22:32
Ferðamenn vilja sjá náttúru Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Innlent 24.3.2010 22:32
Gos ekki hafið á nýjum stað - mikil gufa orsakar bjarma Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu í kvöld og talið að eldgos væri hafið á nýjum stað í grennd við gossprunguna á Fimmvörðuhálsi. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svo ekki vera. Innlent 24.3.2010 22:02
Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Innlent 24.3.2010 19:33
Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb. Innlent 24.3.2010 18:45
Þrýstingurinn hefur ekki minnkað - enn hætta á að gosið fari undir jökul Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu fundaði í dag með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamönnum um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Innlent 24.3.2010 18:12
Þingmenn skoða gosið Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Innlent 24.3.2010 13:45
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið