Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum

Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar stefna Giuliani

Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump

Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila

Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Eliza­beth War­ren á mikilli siglingu

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren mælist í fyrsta sinn með mest fylgi frambjóðenda Demókrata í landskönnun sem gerð var af könnunarfyrirtækinu Quinnipiac.

Erlent
Fréttamynd

Bill de Blasio gefst upp í baráttunni

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, er hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga vestanhafs á næsta ári. Þetta tilkynnti hann nú fyrir á skömmu en framboð hans hefur ekki gengið vel og hefur hann mælst með lítið sem ekkert fylgi.

Erlent
Fréttamynd

Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu

Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Gillibrand dregur framboð sitt til baka

Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka.

Erlent
Fréttamynd

Bernie Sanders í viðtali hjá Cardi B

Forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders og tónlistarkonan Cardi B spjölluðu saman í aðdraganda forvals Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Trump höfðar mál vegna skatt­skýrsl­u­lög­gjaf­ar

Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur

Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump.

Erlent