Fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. Innlent 21.11.2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. Innlent 20.11.2024 23:51 Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjötta elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. Innlent 20.11.2024 23:07 Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 20.11.2024 23:01 Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Innlent 20.11.2024 23:00 Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir. Erlent 20.11.2024 22:08 Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Innlent 20.11.2024 22:03 Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Innlent 20.11.2024 21:39 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ Innlent 20.11.2024 21:38 Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31 Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Innlent 20.11.2024 21:14 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. Innlent 20.11.2024 20:47 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. Innlent 20.11.2024 20:24 Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Innlent 20.11.2024 20:01 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Innlent 20.11.2024 19:48 Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 20.11.2024 19:10 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59 Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:02 Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15 Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna. Innlent 20.11.2024 16:59 Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. Innlent 20.11.2024 16:39 „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð. Innlent 20.11.2024 16:27 Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Lögreglan í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Mariusi Borg Høiby, stjúpsyni Hákonar krónprins. Høiby var handtekinn á mánudagskvöld en tvær nauðganir eru nú til rannsóknar í máli hans. Erlent 20.11.2024 16:10 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Erlent 20.11.2024 15:38 Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23 Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Innlent 20.11.2024 15:11 „Lærið af mistökum okkar!“ Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig. Innlent 20.11.2024 14:58 Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. Erlent 20.11.2024 14:21 Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30 „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. Innlent 20.11.2024 12:02 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. Innlent 21.11.2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. Innlent 20.11.2024 23:51
Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjötta elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. Innlent 20.11.2024 23:07
Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 20.11.2024 23:01
Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Innlent 20.11.2024 23:00
Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir. Erlent 20.11.2024 22:08
Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Innlent 20.11.2024 22:03
Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Innlent 20.11.2024 21:39
Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ Innlent 20.11.2024 21:38
Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31
Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Innlent 20.11.2024 21:14
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. Innlent 20.11.2024 20:47
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. Innlent 20.11.2024 20:24
Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Innlent 20.11.2024 20:01
Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Innlent 20.11.2024 19:48
Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 20.11.2024 19:10
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59
Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:02
Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15
Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna. Innlent 20.11.2024 16:59
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. Innlent 20.11.2024 16:39
„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð. Innlent 20.11.2024 16:27
Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Lögreglan í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Mariusi Borg Høiby, stjúpsyni Hákonar krónprins. Høiby var handtekinn á mánudagskvöld en tvær nauðganir eru nú til rannsóknar í máli hans. Erlent 20.11.2024 16:10
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Erlent 20.11.2024 15:38
Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23
Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Innlent 20.11.2024 15:11
„Lærið af mistökum okkar!“ Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig. Innlent 20.11.2024 14:58
Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. Erlent 20.11.2024 14:21
Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30
„Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. Innlent 20.11.2024 12:02