Innlent Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Innlent 29.12.2023 15:24 Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Innlent 29.12.2023 14:03 Nýja forsetahöllin sprettur upp Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel. Innlent 29.12.2023 13:37 Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. Innlent 29.12.2023 12:53 Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. Innlent 29.12.2023 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ákveðið var í morgun að hefja tafarlaust byggingu varnargarða við Grindavík. Innlent 29.12.2023 11:35 Inga segir gráa hernum að halda stillingu sinni Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis – ellismellir og öryrkjar – eru í áfalli. Persónuafslætti verður hent út við greiðslur frá Tryggingastofnun 1. janúar. Innlent 29.12.2023 10:03 Koma upp nýju verklagi á lokunarpóstum Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður. Innlent 29.12.2023 08:04 Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Innlent 29.12.2023 07:43 Bak við tjöldin: Mistök og hlátursköst Viðmælendur í hláturskasti, alls konar mistök og óþolandi tæknivesen. Við skyggnumst á bak við tjöldin hjá fréttastofunni í þessum síðasta annál ársins. Innlent 29.12.2023 07:06 Þjófnaðir, „flugeldastríð“ og örvæntingafullir Arsenal-aðdáendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum og fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaða, „flugeldastríðs“ og manns sem var að afklæðast úti á götu. Innlent 29.12.2023 06:23 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 28.12.2023 23:22 Stelpur moka fyrir gott málefni Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans. Innlent 28.12.2023 21:01 Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Innlent 28.12.2023 20:39 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. Innlent 28.12.2023 20:39 Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 19:57 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. Innlent 28.12.2023 19:42 „Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Innlent 28.12.2023 19:13 Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Innlent 28.12.2023 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 18:09 Jakkafataklæddi níðingurinn í Volkswagen-bílnum Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður birti sláandi frásögn af því þegar hann varð fyrir barðinu á barnaníðingi í búningsklefa gamla Hálogalands. Viðbrögðin hafa verið mikil. Innlent 28.12.2023 17:55 Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. Innlent 28.12.2023 16:37 Lögreglan leitar að grárri Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir grárri Toyotu, sem er nánar tiltekið af gerðinni C-HR Hybrid. Innlent 28.12.2023 16:35 Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Innlent 28.12.2023 15:46 Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. Innlent 28.12.2023 15:32 Hulda Elsa aðstoðar dómsmálaráðuneytið Hulda Elsa Björgvinsdóttir, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið fengin til að miðla af sérþekkingu sinni innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28.12.2023 15:08 Sjómenn og vélstjórar vilja Gildi út Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr Landssambandi lífeyrissjóða. Þannig hljóðaði önnur tveggja ályktana sem samþykktar voru á fámennum aðalfundi sem fram fór í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík í gær. Innlent 28.12.2023 14:57 Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. Innlent 28.12.2023 14:53 Sameinast með SA í áskorun gegn verðhækkunum Samtök atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði skora á fyrirtæki og opinbera aðila að halda aftur af verð-og gjaldskrárhækkunum. Innlent 28.12.2023 14:30 „Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“ Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli. Innlent 28.12.2023 13:56 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Innlent 29.12.2023 15:24
Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Innlent 29.12.2023 14:03
Nýja forsetahöllin sprettur upp Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel. Innlent 29.12.2023 13:37
Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. Innlent 29.12.2023 12:53
Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. Innlent 29.12.2023 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ákveðið var í morgun að hefja tafarlaust byggingu varnargarða við Grindavík. Innlent 29.12.2023 11:35
Inga segir gráa hernum að halda stillingu sinni Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis – ellismellir og öryrkjar – eru í áfalli. Persónuafslætti verður hent út við greiðslur frá Tryggingastofnun 1. janúar. Innlent 29.12.2023 10:03
Koma upp nýju verklagi á lokunarpóstum Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður. Innlent 29.12.2023 08:04
Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Innlent 29.12.2023 07:43
Bak við tjöldin: Mistök og hlátursköst Viðmælendur í hláturskasti, alls konar mistök og óþolandi tæknivesen. Við skyggnumst á bak við tjöldin hjá fréttastofunni í þessum síðasta annál ársins. Innlent 29.12.2023 07:06
Þjófnaðir, „flugeldastríð“ og örvæntingafullir Arsenal-aðdáendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum og fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaða, „flugeldastríðs“ og manns sem var að afklæðast úti á götu. Innlent 29.12.2023 06:23
Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 28.12.2023 23:22
Stelpur moka fyrir gott málefni Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans. Innlent 28.12.2023 21:01
Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Innlent 28.12.2023 20:39
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. Innlent 28.12.2023 20:39
Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 19:57
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. Innlent 28.12.2023 19:42
„Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Innlent 28.12.2023 19:13
Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Innlent 28.12.2023 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 18:09
Jakkafataklæddi níðingurinn í Volkswagen-bílnum Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður birti sláandi frásögn af því þegar hann varð fyrir barðinu á barnaníðingi í búningsklefa gamla Hálogalands. Viðbrögðin hafa verið mikil. Innlent 28.12.2023 17:55
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. Innlent 28.12.2023 16:37
Lögreglan leitar að grárri Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir grárri Toyotu, sem er nánar tiltekið af gerðinni C-HR Hybrid. Innlent 28.12.2023 16:35
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Innlent 28.12.2023 15:46
Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. Innlent 28.12.2023 15:32
Hulda Elsa aðstoðar dómsmálaráðuneytið Hulda Elsa Björgvinsdóttir, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið fengin til að miðla af sérþekkingu sinni innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28.12.2023 15:08
Sjómenn og vélstjórar vilja Gildi út Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr Landssambandi lífeyrissjóða. Þannig hljóðaði önnur tveggja ályktana sem samþykktar voru á fámennum aðalfundi sem fram fór í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík í gær. Innlent 28.12.2023 14:57
Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. Innlent 28.12.2023 14:53
Sameinast með SA í áskorun gegn verðhækkunum Samtök atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði skora á fyrirtæki og opinbera aðila að halda aftur af verð-og gjaldskrárhækkunum. Innlent 28.12.2023 14:30
„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“ Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli. Innlent 28.12.2023 13:56