Tónlist

Sjötta plata NIN

Sjötta plata rokksveitarinnar Nine Inch Nails, Year Zero, er komin út. Hljómsveitin á sér nokkra sögu, átján ár eru liðin síðan fyrsta platan, Pretty Hate Machine, kom út. Síðasta plata sveitarinnar, With Teeth, kom út fyrir fjórum árum og fékk hún mjög góðar viðtökur.

Tónlist

Risaeðlur og fyrsta hanagal

Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru.

Tónlist

Vilja endurreisa Rósenberg

Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni Reisum Rósenberg verða haldnir um helgina til að stuðla að uppbyggingu tónleikastaðarins Café Rósenberg, sem skemmdist illa í bruna á dögunum.

Tónlist

Ástir og vindmyllur

Hin nýstofnaða barokksveit Camerata Drammatica heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld undir yfirskriftinni „Af ást og vindmyllum“. Sveitin leikur tónlist eftir Händel, Telle­man, Gasparini og fleiri í kvöld en markmið hennar er að flytja stærri verk frá barokk- og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveitarverkum til perlna óperutónbókmenntanna.

Tónlist

„Viröldin“ annarlega

Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms.

Tónlist

Útgáfusamningur í verðlaun

Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu.

Tónlist

Samkeppni um nýtt myndband

Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur verða í lykilhlutverki við gerð myndbands við lagið Innocence. Lagið er það fyrsta af nýrri plötu Bjarkar, Volta, sem gert verður tónlistarmyndband við.

Tónlist

Skátar: Ghosts Of The Bollocks To Come - fjórar stjörnur

Ghosts Of The Bollocks To Come er fyrsta plata Skáta í fullri lengd, en áður höfðu þeir sent frá sér sex laga EP-plötuna Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? Sú plata kom út í desember 2004 og innihélt m.a. smellinn Halldór Ásgrímsson. Hún sýndi að þarna var efnileg rokksveit á ferð. Með nýju plötunni festa Skátar sig í sessi sem ein af áhugaverðari hljómsveitum landsins.

Tónlist

Sigur Rós með leynitónleika

Hljómsveitin Sigur Rós hélt órafmagnaða tónleika á Gömlu Borg í Grímsnesi síðastliðið sunnudagskvöld. Tónleikarnir voru eingöngu fyrir vini og fjölskyldur meðlima Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem lék með þeim.

Tónlist

Sungið til sigurs

Hljómsveitakeppni verður haldin í Iðnó á fimmtudag á vegum Ungs Samfylkingarfólks í Reykjavík. Ungar og metnaðarfullar hljómsveitir frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í henni og fær hver sveit um hálftíma til að flytja efni sitt.

Tónlist

Turner og Flip í stuði

Rapparinn Prozack Turner úr hljómsveitinni Foreign Legion og Dj Flip, sem er fyrrverandi heimsmeistari ITF í skratsi, halda tónleika á skemmtistaðnum Domo í kvöld.

Tónlist

Fegurðin gerð meira áberandi

Franska ofurhljómsveitin Nouvelle Vague heldur tónleika hér á landi næstkomandi föstudagskvöld. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir frumlegar ábreiður sínar en Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi á dögunum við Marc Collin, aðalhugmyndasmið sveitarinnar.

Tónlist

Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur

Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni.

Tónlist

Allt í kjölfar Airwaves?

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem dreymir um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Air­waves í haust geta byrjað að sækja um. Ýmislegt gott hefur rekið á fjörur íslenskra sveita í kjölfar Airwaves þannig að það er margt galnara hægt að gera en að senda inn umsókn.

Tónlist

Ávaxtarkarfan verður að sinfóníu

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson situr nú sveittur og semur hljómsveitarverk úr tónlist Ávaxtarkörfunanar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áætlað er að það verði flutt 12. júní en þetta barnaleikrit Þorvalds og Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur sló eftirminnilega í gegn þegar það var frumsýnt árið 1998. Það var síðan tekið aftur til sýningar árið 2003 og var aðsóknin engu síðri þá.

Tónlist

Deerhoof: Friend Opportunity -fjórar stjörnur

The Runners Four með Deerhoof var án ef ein af bestu plötum ársins 2005 og var mun sykursætari en fyrri verk hljómsveitarinnar. Á Friend Opportunity hljómar Deerhoof mun líkari því sem hún gerði fyrir The Runners Four en poppið heldur þó áfram að vera nokkuð ríkjandi. Hér er samt ekki um að ræða eitthvað einn, tveir, þrír tyggjókúlu popp, heldur rokkað, vel framsækið og dýrslegt popp.

Tónlist

Fyrir rokkþyrsta

Hljómsveitin Dr. Spock hyggst veita rokkþyrstum almúganum fyllingu á skemmtistaðnum Grand Rokki í kvöld. Þeim til fulltingis verða félagar úr hljómsveitinni Drep. Fyrrgreinda bandið er þekkt fyrir líflega og hressandi sviðsframkomu og má því líklegt teljast að það verði svolítið fútt í þessu hjá þeim.

Tónlist

Ólík öllu öðru

Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viðamikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu Doors-plötunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoðaði nýju útgáfurnar.

Tónlist

Sólin skein skært í Borgarleikhúsinu

Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld heppnuðust frábærlega. Helgi Björnsson og félagar voru í miklu stuði og áhorfendur nutu stundarinnar vel.

Tónlist

Nýtt frá White Stripes

Ný plata frá hljómsveitinni The White Stripes kemur í verslanir hinn 18. júní næstkomandi. Þetta verður sjötta hljóðversplata The White Stripes, sú fyrsta síðan Get Behind Me Satan kom út árið 2005.

Tónlist

Til heiðurs merkisberunum

Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra.

Tónlist

Sígauni með sinfóníunni

Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja.

Tónlist

Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur

We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið.

Tónlist

Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost.

Tónlist

Á heimshornaflakki

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Tónlist

Aldrei fór ég suður á allra vörum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar.

Tónlist

Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007.

Tónlist

Björk í Saturday Night Live á laugardaginn

Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson.

Tónlist