Viðskipti innlent Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. Viðskipti innlent 28.6.2022 16:06 Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Viðskipti innlent 28.6.2022 12:35 Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Viðskipti innlent 28.6.2022 07:59 Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. Viðskipti innlent 27.6.2022 21:30 Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305 Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið. Viðskipti innlent 27.6.2022 16:36 Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 27.6.2022 14:18 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:34 Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:16 Skrúfa fyrir rafmagn hjá þeim sem hafa ekki valið raforkusala Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni. Viðskipti innlent 27.6.2022 09:18 Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 27.6.2022 09:10 Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Viðskipti innlent 26.6.2022 23:19 Ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Viðskipti innlent 24.6.2022 14:31 „Umfangsmikil bilun“ hjá netþjónustu í hýsingarumhverfi Advania Umfangsmikil bilun er nú í netþjónustu í hýsningarumhverfi Advania sem birtist á þann veg að vefir ýmissa viðskiptavina hafa legið niðri. Meðal síðna sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni eru síður stjórnarráðsins, dómstólanna og Skattsins. Viðskipti innlent 24.6.2022 14:19 „Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. Viðskipti innlent 24.6.2022 13:35 Sonja tekur við sölu- og markaðssviði Play Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Viðskipti innlent 24.6.2022 10:01 „Ef þú ætlar á veitingastað hérna ertu kominn í allt annan pakka“ Ferðamenn streyma til landsins í nærri sama mæli og fyrir faraldur, en í millitíðinni hefur verð hækkað á nánast öllu sem hugsast. Í Íslandi í dag var rætt við ferðamenn sem hingað koma með erlendan gjaldmiðil og þurfa að versla í krónum á veitingastöðum og í verlsunum. Viðskipti innlent 24.6.2022 08:28 Róbert hringir lokabjöllunni í tilefni skráningar Alvotech Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í morgun. Í tilefni af því mun Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja lokabjöllu kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 23.6.2022 14:46 Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23.6.2022 11:52 Viðskipti með bréf Alvotech hafin á Íslandi Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík í dag. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta félagið sem skráð er á markað hér á landi og vestanhafs samtímis. Viðskipti innlent 23.6.2022 10:09 Controlant dreifði bóluefnum um allan heim og tífaldaði tekjurnar Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant óx gríðarlega á síðasta ári. Tekjur félagsins námu tæpum níu milljörðum króna, sem er tíföldun á milli ára. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:33 Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:24 Þórunn ný forstöðumaður hjá Isavia Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Viðskiptatekna og sölu hjá Isavia. Viðskipti innlent 22.6.2022 11:01 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. Viðskipti innlent 22.6.2022 09:12 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. Viðskipti innlent 22.6.2022 08:31 Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21.6.2022 19:16 Rúmlega milljarðs gjaldþrot félags Magnúsar Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda ehf. þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur voru tæpir 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skiptalokatilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 21.6.2022 16:29 Svikapóstar sendir á Símnetnetföng í nafni Borgunar Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is. Viðskipti innlent 21.6.2022 14:58 Leita að stóru húsnæði fyrir ýmsar stofnanir ríkisins Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir leitar nú að átta til tuttugu þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu til leigu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins. Viðskipti innlent 21.6.2022 14:37 Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21.6.2022 13:36 « ‹ 113 114 115 116 117 118 119 120 121 … 334 ›
Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. Viðskipti innlent 28.6.2022 16:06
Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Viðskipti innlent 28.6.2022 12:35
Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Viðskipti innlent 28.6.2022 07:59
Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. Viðskipti innlent 27.6.2022 21:30
Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305 Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið. Viðskipti innlent 27.6.2022 16:36
Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 27.6.2022 14:18
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:34
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:16
Skrúfa fyrir rafmagn hjá þeim sem hafa ekki valið raforkusala Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni. Viðskipti innlent 27.6.2022 09:18
Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 27.6.2022 09:10
Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Viðskipti innlent 26.6.2022 23:19
Ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Viðskipti innlent 24.6.2022 14:31
„Umfangsmikil bilun“ hjá netþjónustu í hýsingarumhverfi Advania Umfangsmikil bilun er nú í netþjónustu í hýsningarumhverfi Advania sem birtist á þann veg að vefir ýmissa viðskiptavina hafa legið niðri. Meðal síðna sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni eru síður stjórnarráðsins, dómstólanna og Skattsins. Viðskipti innlent 24.6.2022 14:19
„Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. Viðskipti innlent 24.6.2022 13:35
Sonja tekur við sölu- og markaðssviði Play Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Viðskipti innlent 24.6.2022 10:01
„Ef þú ætlar á veitingastað hérna ertu kominn í allt annan pakka“ Ferðamenn streyma til landsins í nærri sama mæli og fyrir faraldur, en í millitíðinni hefur verð hækkað á nánast öllu sem hugsast. Í Íslandi í dag var rætt við ferðamenn sem hingað koma með erlendan gjaldmiðil og þurfa að versla í krónum á veitingastöðum og í verlsunum. Viðskipti innlent 24.6.2022 08:28
Róbert hringir lokabjöllunni í tilefni skráningar Alvotech Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í morgun. Í tilefni af því mun Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja lokabjöllu kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 23.6.2022 14:46
Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23.6.2022 11:52
Viðskipti með bréf Alvotech hafin á Íslandi Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík í dag. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta félagið sem skráð er á markað hér á landi og vestanhafs samtímis. Viðskipti innlent 23.6.2022 10:09
Controlant dreifði bóluefnum um allan heim og tífaldaði tekjurnar Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant óx gríðarlega á síðasta ári. Tekjur félagsins námu tæpum níu milljörðum króna, sem er tíföldun á milli ára. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:33
Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:24
Þórunn ný forstöðumaður hjá Isavia Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Viðskiptatekna og sölu hjá Isavia. Viðskipti innlent 22.6.2022 11:01
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. Viðskipti innlent 22.6.2022 09:12
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. Viðskipti innlent 22.6.2022 08:31
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21.6.2022 19:16
Rúmlega milljarðs gjaldþrot félags Magnúsar Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda ehf. þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur voru tæpir 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skiptalokatilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 21.6.2022 16:29
Svikapóstar sendir á Símnetnetföng í nafni Borgunar Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is. Viðskipti innlent 21.6.2022 14:58
Leita að stóru húsnæði fyrir ýmsar stofnanir ríkisins Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir leitar nú að átta til tuttugu þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu til leigu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins. Viðskipti innlent 21.6.2022 14:37
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21.6.2022 13:36