Viðskipti innlent

Tugmilljónakröfur í tómt þrota­bú Viljans

Árni Sæberg skrifar
Björn Ingi Hrafnsson heldur enn úti Viljanum.
Björn Ingi Hrafnsson heldur enn úti Viljanum. Vísir/Vilhelm

Ekkert fékkst upp í rúmlega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Útgáfufélags Viljans ehf., sem hélt úti Viljanum, fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar.

Þetta kemur fram í auglýsingu skiptastjóra í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí en það var skráð á foreldra Björns Inga.

Ekki er að sjá að gjaldþrotið hafi áhrif á starfsemi Björns Inga þar sem Viljinn.is er í fullu fjöri. Þá vakti Grjótkasti, hlaðvarp Björns Inga sem hýst er á Viljanum, talsverða lukku í aðdraganda nýlokinna kosninga.

Þetta er ekki fyrsta gjaldþrotið tengt fjölmiðlarekstri Björns Inga. Pressan ehf., sem hélt úti vefjunum Eyjan.is, Bleikt.is og 433.is og átti hlut í DV fór í þrot árið 2017. Björn Ingi var dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunar áttatíu milljónir króna og fór í kjölfarið í persónulegt gjaldþrot árið 2022.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×