Viðskipti innlent

Kæru Samherja vísað frá

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins.

Viðskipti innlent

Isavia fær frest til að skila gögnum

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia og veitti Isavia frest til þriðjudags til að skila greinargerð.

Viðskipti innlent

Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW

Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent

Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu

Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Viðskipti innlent

Kartöfluskortur en tollar ekki lækkaðir

Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum.

Viðskipti innlent

VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir

Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut.

Viðskipti innlent