Árásir við upphaf þings 15. ágúst 2004 00:01 Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira