2 1/2 árs fangelsi hæfilegt 19. október 2004 00:01 Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira