Íslenska ríkið sýknað 25. nóvember 2004 00:01 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira