Veit ekki um afdrif margra vina 13. október 2005 15:20 Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira