Segir sönnunarbyrði óeðlilega 23. febrúar 2005 00:01 Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira