Slagur sem vekur upp minningar 4. apríl 2005 00:01 Átta liða úrslit meistaradeildarinnar hefjast með tveimur leikjum í kvöld. Franska liðið Lyon, sem tók Werder Bremen í bakaríið í sextán liða úrslitum, tekur á móti PSV frá Hollandi og Juventus sækir Liverpool heim á Anfield. Viðureign Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar frá viðureign liðanna í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 manns létu lífið í óeirðum sem brutust út áður en flautað var til leiks. Leikurinn var spilaður og fór Juventus með sigur af hólmi, 1-0. Atburðurinn hafði þau áhrif að ensk lið voru bönnuð frá keppni í Evrópu næstu fimm árin á eftir. Mikið hefur verið fjallað um atburðina á Heysel-leikvanginum í undanfara leiksins í kvöld og hefur sú umræða nánast kaffært leikinn sjálfan og mikilvægi hans. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist varla geta beðið eftir því að flautað verði til leiks og hefur heitið því að Liverpool muni gera meira en að mæta til leiks. "Ég veit að við mætum til leiks gegn Juventus sem litla liðið. Ég hef hins vegar talað við David Beckham og Michael Owen um það hvernig Juventus spilaði gegn Real Madrid og þeir sögðu báðir að við hefðum ekkert að óttast. Það er hins vegar mikilvægt að ég spili eins og ég geti best. Ég lifi fyrir svona stórleiki og vill komast sem lengst í keppninni. Við ætlum okkur að gera meira en mæta bara heldur gera allt sem við getum til að slá Juventus út," sagði Gerrard. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Átta liða úrslit meistaradeildarinnar hefjast með tveimur leikjum í kvöld. Franska liðið Lyon, sem tók Werder Bremen í bakaríið í sextán liða úrslitum, tekur á móti PSV frá Hollandi og Juventus sækir Liverpool heim á Anfield. Viðureign Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar frá viðureign liðanna í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 manns létu lífið í óeirðum sem brutust út áður en flautað var til leiks. Leikurinn var spilaður og fór Juventus með sigur af hólmi, 1-0. Atburðurinn hafði þau áhrif að ensk lið voru bönnuð frá keppni í Evrópu næstu fimm árin á eftir. Mikið hefur verið fjallað um atburðina á Heysel-leikvanginum í undanfara leiksins í kvöld og hefur sú umræða nánast kaffært leikinn sjálfan og mikilvægi hans. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist varla geta beðið eftir því að flautað verði til leiks og hefur heitið því að Liverpool muni gera meira en að mæta til leiks. "Ég veit að við mætum til leiks gegn Juventus sem litla liðið. Ég hef hins vegar talað við David Beckham og Michael Owen um það hvernig Juventus spilaði gegn Real Madrid og þeir sögðu báðir að við hefðum ekkert að óttast. Það er hins vegar mikilvægt að ég spili eins og ég geti best. Ég lifi fyrir svona stórleiki og vill komast sem lengst í keppninni. Við ætlum okkur að gera meira en mæta bara heldur gera allt sem við getum til að slá Juventus út," sagði Gerrard.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira