Enski boltinn

Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester United á titil að verja í bikarkeppninni.
Manchester United á titil að verja í bikarkeppninni. Getty

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United mæta sigursælasta liði keppninnar, Arsenal, á Emirates-vellinum í Lundúnum í þriðju umferð enska bikarsins. Dregið var í kvöld og eru forvitnilegir leikir á dagskrá.

Arsenal og United mætast einmitt á miðvikudaginn en þá í ensku úrvalsdeildinni. Bikarleikur þeirra verður hins vegar eftir áramót en spila á alla þriðju umferð bikarsins 11. janúar eða nálægt þeirri dagsetningu.

Efsta lið úrvalsdeildarinnar, Liverpool, hafði heppnina með sér og fékk D-deildarlið Accrington Stanley sem mótherja, og Manchester City tekur á móti Salford City sem er í eigu gullkynslóðarstjarna Manchester United.

Tottenham var þó enn heppnara með mótherja því liðið mætir öðru tveggja utandeildarliða sem enn eru með, Tamworth.

Drátturinn í þriðju umferð:

Southampton v Swansea City

Arsenal v Manchester United

Exeter City v Oxford United

Leyton Orient v Derby County

Reading v Burnley

Aston Villa v West Ham

Norwich City v Brighton & Hove Albion

Manchester City v Salford

Millwall v Dagenham & Redbrige

Liverpool v Accrington Stanley

Bristol City v Wolverhampton Wanderers

Preston North End v Charlton Athletic

Chelsea v Morecambe

Middlesbrough v Blackburn Rovers

Bournemouth v West Bromwich Albion

Mansfield Town v Wigan Athletic

Tamworth v Tottenham

Hull City v Doncaster Rovers

Sunderland v Stoke City

Leicester City v Queens Park Rangers

Brentford v Plymouth Argyle

Coventry City v Sheffield Wednesday

Newcastle United v Bromley

Everton v Peterborough United

Wycombe Wanderers v Portsmouth

Birmingham City v Lincoln City

Leeds United v Harrogate Town

Nottingham Forest v Luton Town

Sheffield United v Cardiff City

Ipswich Town v Bristol Rovers

Fulham v Watford

Crystal Palace v Stockport County




Fleiri fréttir

Sjá meira


×