Samræmdu prófin í 10. bekk 16. maí 2005 00:01 Þá er komið að því, síðasta samræmda prófið er á morgun. Margir eru reyndar þegar búnir með sín próf, kláruðu fyrir helgi. Það á við um þá sem hvorki taka próf í samfélagsfræði né náttúrufræði. Síðustu tvær vikur hafa nemendur keppst við, rifjað upp og reynt að muna, lesið yfir og lagt á minnið, jafnvel námsefni nokkurra ára. Vafalaust hafa fjölmargir foreldrar lagt sitt af mörkum með ýmsum hætti; lagt sérstaka áherslu á hollt mataræði, aðstoðað við lestur og hlýtt yfir. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara prófa, tilgang þeirra og framkvæmd og það er eðlilegt að menn setji spurningarmerki við slík próf, svo áhrifamikill þáttur sem þau eru í lífi og starfi grunnskólanema og þar með heimila þeirra. Að venju hafa verið settar fram ýmsar athugasemdir við prófin sjálf, slíkt er árlegur viðburður. Mistök voru gerð við stærðfræðiprófið, ritgerðarefnið í íslensku var í besta falli sérkennilega valið auk þess sem mistök voru gerð í prófinu sjálfu og hlustunin í dönsku var "svínslega þung", svo dæmi séu tekin. Það er auðvitað sérlega hvimleitt að mistök skuli gerð við samningu og frágang prófanna. Auk stærðfræðiprófsins gerðist það í hlustun í íslensku að það gleymdist að endurtaka eina spurningu af tíu. Þetta hljómar kannski ekki mjög alvarlega en slík mistök rugla nemendur í ríminu, einkum þá sem eiga erfitt með bóklegt nám. Eftir 7 vikna verkfall í vetur var tilkynnt sérstaklega að við samningu samræmdra prófa yrði ekki tekið tillit til þess að skólaárið yrði styttra en venjulega. Prófin yrðu álíka þung og önnur ár og þar sem allir nemendur sætu þar við sama borð skipti í raun ekki máli hvort prófin væru létt eða þung. Þetta er auðvitað ekki rétt. Það má öllum ljóst vera að þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám finna minna fyrir slíkri skerðingu og eru duglegri að vinna sjálfir með námsefnið en hinir sem eiga erfiðara með bóklega námið. Margt við samræmdu prófin er umhugsunar virði. Þar á meðal hversu mikil áhersla á bóklegt nám felst í lokaprófum eftir 10 ára nám í grunnskóla. Ekki er hugað að því hversu vel nemendur standa t.d. í handmennt, hvort þeir búa yfir félagsfærni eins og það heitir, hvort þeir hafa lært að vinna saman í hóp eða koma fram opinberlega svo aðeins séu nefnd örfá dæmi. Og þrátt fyrir áratuga umræðu um aukna áherslu á verklegar greinar virðist í raun hafa heldur hallað undan fæti. Annað umhugsunarefni við samræmdu prófin er sú mikla streita sem þau valda hjá mörgum nemendum. Kennarar og ekki síður foreldrar hljóta að velta fyrir sér réttmæti þess að láta 15-16 ára börn ganga í gegnum slíkt álag. Á hverju ári er um það rætt að ekki eigi að undirbúa nemendur sérstaklega fyrir samræmd próf, ekki eigi að láta þau hafa áhrif á skólastarfið og sérstaklega þurfi að huga að því að draga úr kvíða nemenda. En þetta eru orðin tóm á meðan niðurstöður þessara prófa eru einn helsti mælikvarði á hæfileika nemenda til inngöngu í marga framhaldsskóla. Í raun eru samræmdu prófin inntökupróf. Það þýðir m.a. að nemendur, sem hafa verið bestu vinir í 10-15 ár standa e.t.v. frammi fyrir því að komast ekki í sama framhaldsskólann. Vissulega er einnig horft á skólaeinkunnir við mat á umsóknum nemenda í framhaldsskóla en margir þeirra leggja þó mesta áherslu á útkomu úr samræmdum prófum. Þá hefur meðferð á niðurstöðum samræmdra prófa valdið því að þau eru stór þáttur í mati á gæðum skóla. Frammistaða einstakra skóla og þar með kennara er beinlínis metin út frá árangri nemenda í 4-6 bóklegum greinum og hlýtur að teljast heldur takmarkað sjónarhorn. Það er líka takmarkað sjónarhorn á getu nemenda. Þess eru dæmi að prýðilegir nemendur til munns og handa bresta í grát af einskærum létti yfir þokkalegum árangri í samræmdum prófum. Það er undarleg stemning í grunnskólum landsins daginn sem niðurstöðurnar berast og margir hljóta að spyrja sig hvort það sé rétt að láta 16 ára unglinga ganga í gegnum þá streitu sem er fylgifiskur þessara prófa, a.m.k. enn sem komið er. Núverandi fyrirkomulag þýðir að margir nemendur njóta í raun hvorki sannmælis né jafnréttis. Hæfileikum þeirra er mishátt gert undir höfði og getan til að læra á bók er hærra metin en getan til að vinna með höndunum eða hæfileikar til mannlegra samskipta. Erum við sátt við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Þá er komið að því, síðasta samræmda prófið er á morgun. Margir eru reyndar þegar búnir með sín próf, kláruðu fyrir helgi. Það á við um þá sem hvorki taka próf í samfélagsfræði né náttúrufræði. Síðustu tvær vikur hafa nemendur keppst við, rifjað upp og reynt að muna, lesið yfir og lagt á minnið, jafnvel námsefni nokkurra ára. Vafalaust hafa fjölmargir foreldrar lagt sitt af mörkum með ýmsum hætti; lagt sérstaka áherslu á hollt mataræði, aðstoðað við lestur og hlýtt yfir. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara prófa, tilgang þeirra og framkvæmd og það er eðlilegt að menn setji spurningarmerki við slík próf, svo áhrifamikill þáttur sem þau eru í lífi og starfi grunnskólanema og þar með heimila þeirra. Að venju hafa verið settar fram ýmsar athugasemdir við prófin sjálf, slíkt er árlegur viðburður. Mistök voru gerð við stærðfræðiprófið, ritgerðarefnið í íslensku var í besta falli sérkennilega valið auk þess sem mistök voru gerð í prófinu sjálfu og hlustunin í dönsku var "svínslega þung", svo dæmi séu tekin. Það er auðvitað sérlega hvimleitt að mistök skuli gerð við samningu og frágang prófanna. Auk stærðfræðiprófsins gerðist það í hlustun í íslensku að það gleymdist að endurtaka eina spurningu af tíu. Þetta hljómar kannski ekki mjög alvarlega en slík mistök rugla nemendur í ríminu, einkum þá sem eiga erfitt með bóklegt nám. Eftir 7 vikna verkfall í vetur var tilkynnt sérstaklega að við samningu samræmdra prófa yrði ekki tekið tillit til þess að skólaárið yrði styttra en venjulega. Prófin yrðu álíka þung og önnur ár og þar sem allir nemendur sætu þar við sama borð skipti í raun ekki máli hvort prófin væru létt eða þung. Þetta er auðvitað ekki rétt. Það má öllum ljóst vera að þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám finna minna fyrir slíkri skerðingu og eru duglegri að vinna sjálfir með námsefnið en hinir sem eiga erfiðara með bóklega námið. Margt við samræmdu prófin er umhugsunar virði. Þar á meðal hversu mikil áhersla á bóklegt nám felst í lokaprófum eftir 10 ára nám í grunnskóla. Ekki er hugað að því hversu vel nemendur standa t.d. í handmennt, hvort þeir búa yfir félagsfærni eins og það heitir, hvort þeir hafa lært að vinna saman í hóp eða koma fram opinberlega svo aðeins séu nefnd örfá dæmi. Og þrátt fyrir áratuga umræðu um aukna áherslu á verklegar greinar virðist í raun hafa heldur hallað undan fæti. Annað umhugsunarefni við samræmdu prófin er sú mikla streita sem þau valda hjá mörgum nemendum. Kennarar og ekki síður foreldrar hljóta að velta fyrir sér réttmæti þess að láta 15-16 ára börn ganga í gegnum slíkt álag. Á hverju ári er um það rætt að ekki eigi að undirbúa nemendur sérstaklega fyrir samræmd próf, ekki eigi að láta þau hafa áhrif á skólastarfið og sérstaklega þurfi að huga að því að draga úr kvíða nemenda. En þetta eru orðin tóm á meðan niðurstöður þessara prófa eru einn helsti mælikvarði á hæfileika nemenda til inngöngu í marga framhaldsskóla. Í raun eru samræmdu prófin inntökupróf. Það þýðir m.a. að nemendur, sem hafa verið bestu vinir í 10-15 ár standa e.t.v. frammi fyrir því að komast ekki í sama framhaldsskólann. Vissulega er einnig horft á skólaeinkunnir við mat á umsóknum nemenda í framhaldsskóla en margir þeirra leggja þó mesta áherslu á útkomu úr samræmdum prófum. Þá hefur meðferð á niðurstöðum samræmdra prófa valdið því að þau eru stór þáttur í mati á gæðum skóla. Frammistaða einstakra skóla og þar með kennara er beinlínis metin út frá árangri nemenda í 4-6 bóklegum greinum og hlýtur að teljast heldur takmarkað sjónarhorn. Það er líka takmarkað sjónarhorn á getu nemenda. Þess eru dæmi að prýðilegir nemendur til munns og handa bresta í grát af einskærum létti yfir þokkalegum árangri í samræmdum prófum. Það er undarleg stemning í grunnskólum landsins daginn sem niðurstöðurnar berast og margir hljóta að spyrja sig hvort það sé rétt að láta 16 ára unglinga ganga í gegnum þá streitu sem er fylgifiskur þessara prófa, a.m.k. enn sem komið er. Núverandi fyrirkomulag þýðir að margir nemendur njóta í raun hvorki sannmælis né jafnréttis. Hæfileikum þeirra er mishátt gert undir höfði og getan til að læra á bók er hærra metin en getan til að vinna með höndunum eða hæfileikar til mannlegra samskipta. Erum við sátt við það?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun