Upplýsingar um rán í gagnabanka 21. júní 2005 00:01 Upplýsingar um rán framin á Íslandi síðustu 5 ár verða settar í sérstakan gagnabanka hjá Ríkislögreglustjóra sem mun nýtast við rannsókn ránsmála. 36 rán eru framin á ári hverju og hefur það haldist stöðugt um fimm ára skeið samkvæmt nýrri úttekt á ránum á Íslandi. Embætti Ríkislögreglustjóra fagnar úttektinni og segir hana nýtast í forvarnaskyni. Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé mjög mikilvægt að fá staðfestingu á því að brotunum fjölgi ekki heldur breytist eðli þeirra. Þá skipti upplýsingarnar miklu máli vegna forvarnagildis og rannsóknar mála. Lögreglan mun nýta sér upplýsingarnar með margvíslegum hætti. Ránin hafa verið framin víðs vegar um Reykjavík á síðustu fimm árum en flest rán sem framin eru á opnum svæðum eiga sér stað í miðbænum. Banka- og pítsusendlarán eru oftar framin í úthverfum en í miðbænum. Rannveig segir að upplýsingarnar hafi meðal annars verið sendar til lögreglustjóra sem geti vonandi nýtt sér þær. Þá verði einnig kannað hvernig nýta megi upplýsingarnar og athugað hvaða aðstæður virðist auka líkur á að brot eigi sér stað. Rannveig segir að skoðað verði hvort sérstakur hópur verði settur á fót innan lögreglunnar til að fari yfir þessi mál. Í þeirri vinnu felist líka að búinn verði til gagnagrunnur um rán á Íslandi sem auðvelt verði að uppfæra þannig að hægt sé að fá upplýsingar með reglubundnari hætti en áður. Þegar rán verði framið sé hægt að fara í gagnabankann en upplýsingar úr ráninu verði einnig færðar inn í hann. Vinnan snúist um að skoða mynstur og kanna hvað megi nýta í upplýsingunum til að koma í veg fyrir frekari brot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Upplýsingar um rán framin á Íslandi síðustu 5 ár verða settar í sérstakan gagnabanka hjá Ríkislögreglustjóra sem mun nýtast við rannsókn ránsmála. 36 rán eru framin á ári hverju og hefur það haldist stöðugt um fimm ára skeið samkvæmt nýrri úttekt á ránum á Íslandi. Embætti Ríkislögreglustjóra fagnar úttektinni og segir hana nýtast í forvarnaskyni. Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé mjög mikilvægt að fá staðfestingu á því að brotunum fjölgi ekki heldur breytist eðli þeirra. Þá skipti upplýsingarnar miklu máli vegna forvarnagildis og rannsóknar mála. Lögreglan mun nýta sér upplýsingarnar með margvíslegum hætti. Ránin hafa verið framin víðs vegar um Reykjavík á síðustu fimm árum en flest rán sem framin eru á opnum svæðum eiga sér stað í miðbænum. Banka- og pítsusendlarán eru oftar framin í úthverfum en í miðbænum. Rannveig segir að upplýsingarnar hafi meðal annars verið sendar til lögreglustjóra sem geti vonandi nýtt sér þær. Þá verði einnig kannað hvernig nýta megi upplýsingarnar og athugað hvaða aðstæður virðist auka líkur á að brot eigi sér stað. Rannveig segir að skoðað verði hvort sérstakur hópur verði settur á fót innan lögreglunnar til að fari yfir þessi mál. Í þeirri vinnu felist líka að búinn verði til gagnagrunnur um rán á Íslandi sem auðvelt verði að uppfæra þannig að hægt sé að fá upplýsingar með reglubundnari hætti en áður. Þegar rán verði framið sé hægt að fara í gagnabankann en upplýsingar úr ráninu verði einnig færðar inn í hann. Vinnan snúist um að skoða mynstur og kanna hvað megi nýta í upplýsingunum til að koma í veg fyrir frekari brot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira