Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira