Enn merki um alþjóðlega starfsemi 15. júlí 2005 00:01 Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira