Býst við auknum hrossaútflutningi 5. ágúst 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira