Baugur og ímynd þjóðarinnar 18. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira