Stunginn í bakið á róstusamri nótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira