Vopnaburður hefur aukist í borginn 22. ágúst 2005 00:01 Það sem af er árinu hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hnífstungumála í Reykjavík. Nú síðast var grunaður hnífamaður úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa stungið annan í bakið aðfaranótt sunnudags. Á laugardagsmorgun var framið morð við Hverfisgötu þar sem ungur karlmaður var stunginn í brjóstið í samkvæmi í íbúðarhúsi. Sá sem grunaður er um verknaðinn var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Lögregla hefur áhyggjur af þeirri þróun að nú virðist færast í aukana að menn gangi með eggvopn og barefli á sér. Vopnalög Í fimmta kafla vopnalaga er eftirfarandi setning: "Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara." Þar kemur einnig fram að blátt bann liggur við því að ganga með bitvopn ef blaðið er lengra en tólf sentimetrar, fjaðrahníf, fjaðrarýting, fallhníf, fallrýting, stunguvopn eða önnur slík vopn. Brot gegn þessum reglum geta varðað sektum eða fangelsisvist í allt að fjögur ár, þá fyrir það eitt að eiga eða bera slík vopn. Alvarlegri afleiðingar ofbeldisverka Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að ef litið sé til síðustu ára sé ekki að merkja neina umtalsverða fjölgun ofbeldisbrota. Hitt sé þó verra að brotin verði sífellt alvarlegri. Menn noti í átökum ýmiss konar eggvopn, hnífa og jafnvel skrúfjárn. Svo virðist einnig sem brotin séu oftast framin af litlum ástæðum. Þá má segja að oft sé það samnefnt með þessum alvarlegu brotum að þau séu framin undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Mikið handlagt af vopnum Sigurbjörn Víðir vill ekki meina að vopnaburður sé orðinn viðtekin venja í undirheimum Reykjavíkur þó að verulega aukningu megi merkja á því að menn gangi með eggvopn og barefli. Fólk beri því við þegar það er tekið vopnað af lögreglu að vopnin séu borin til að verja sig og það óttist mjög að á það verði ráðist. Hann segir það alveg hreint ótrúlegt hversu mikið sé handlagt af ólöglegum vopnum. Ekki er mikið um það enn að menn gangi með skotvopn á sér úti á götu en þrátt fyrir það leggur lögregla hald á nokkuð magn ólöglegra skotvopna í húsleitum. Vopnin eru þá stolin og ólögleg af þeirri ástæðu. Ekki virðist þó vera til í dæminu að skotvopn séu flutt ólöglega hingað til lands. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það karlmenn sem teknir eru með ólögleg vopn. Oftast er það þá ungt fólk sem á í hlut. Morðið sem framið var á laugardagsmorgun var annað morðið sem framið er með eggvopni í Reykjavík á þessu ári. Hitt málið var þegar Víetnaminn Vu Van Phong var stunginn til bana á heimili í Kópavogi um hvítasunnuna. Meintur banamaður Phong, Phu Tien Nguyen, situr enn í gæsluvarðhaldi en það rennur út nú á morgun. Að sögn Sigmundar Hannessonar, lögmanns hans, er málið enn í rannsókn og því búist við að gæsluvarðhaldið verði framlengt. Rannsóknin er þó á lokastigi og er búist við því að ákæra verði gefin út á næstunni. Erill hjá lögreglu á Menningarnótt: Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á menningarnótt og sagði Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn á forvarna- og fræðsludeild að færslur í atburðaskrá lögreglu séu á sjöunda tug talsins á tímanum frá miðnætti til fjögur á aðfararnótt sunnudagsins. Hér fer á eftir upptalning á sumum þessara verkefna sem gefa ætti nokkra mynd af því hversu fjölbreytt verkefni lögreglu voru þessa nótt. 00:12 - Gönguhópar lögreglu voru á leið að sinna stúlku sem fallið hafði í götuna og slasast þegar þeir gegnu fram á hvar þrír til fjórir menn gegnu í skrokk á einum. Lögregla greip inn í og voru þrír handteknir. Óskað var eftir frekari aðstoð þar fjölda fólks bar að vegna átakanna. Mikið lögreglulið kom á vettvang, en svo virðist sem í átökunum við hantökuna hafi fórnarlambið forðað sér sjálfur og náðist ekki í hann. Þar sem enginn þolandi var á þessu stigi og mennirnir virtust ekki undir áhrifum var þeim sleppt að loknu tiltali á lögreglustöð. 00:29 - Par kom inn á lögreglustöð við Hverfisgötu og var konan meðvitundarlítil. Að sögn mannsins höfðu þau farið í tæki í tívólíi niðri í bæ, þar sem fólk er híft í sætum sínum upp turn og svo látið detta niður nokkrum sinnum. Hann sagði að um 15 mínútum eftir að hún fór í tækið hafi hún misst allan mátt og ekki geta staðið í fæturna. Lögregla kallaði til sjúkrabifreið sem flutti konuna á sjúkrahús. 00:39 - Lögregla kölluð til vegna áreksturs strætisvagns og fólksbíls. Engin meiðsli urðu á fólki. 01:09 - Líkamsárás í Hverfisgötu. Maður stunginn með hnífi og árásarmaðurinn handtekinn skömmu síðar í Lækjargötu. 01:12 - Lögregla kölluð í fjölbýlishús í Breiðholti þar sem eldri maður hafði fallið fram úr rúmi sínu og ættingi komst ekki til að aðstoða hann. 01:12 - Afskipti höfð af ölvuðum manni við Ægisgötu þar sem hann var blóðugur á höfði. Hann neitaði aðstoð og kvaðst eiga heima rétt hjá. 01:14 - Maður fluttur úr Bankastræti á slysadeild með skurð eftir flösku. 01:14 - Lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar í íbúð við Langholtsveg. Maðurinn var á leiðinni út þegar lögregla kom á staðinn. 01:17 - Kvartað vegna hávaða frá gleðskap við Grettisgötu, en svo hringt aftur og aðstoð afþökkuð. 01:18 - Kvartað vegna hávaða frá gleðskap við Hörpugötu. Þegar lögregla kom á staðinn var enginn hávaði, en rætt við fjóra drengi. Mikil gleði hafði verið í húsinu áður en lögregla kom. 01:19 - Dyraverðir á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg óskuðu eftir aðstoð lögreglu. Bíllinn sem til var kvaddur lenti í öðru meira áríðandi máli og ekki annar laus til að sinna þessu. 01:20 - Tilkynning barst um slagsmál við bensínstöð Esso Geirsgötu. 01:20 - Ölvaður maður fluttur í fangageymslu, en lögreglu barst tilkynning um að hann væri ósjálfbjarga í Ártúnsbrekku. 01:21 - Kvartað yfir hávaða í Gullengi í Grafarvogi. Lögregla ræddi við húsráðanda sem lofaði að hafa hægar um sig. 01:37 - Kvartað vegna hávaða frá tónlist í heimahúsi. Húsráðandi lofar að lækka. 01:39 - Dyravörður á skemmtistað óskaði aðstoðar vegna slagsmála utandyra á Laugavegi. Komið hafði upp ágreiningur gests og dyravarðar. Enginn var handtekinn og enginn fluttur á brott. 01:44 - Lögregla kölluð til vegna manns sem var með bjölluónæði í húsi við Bergsstaðastræti. 01:53 - Maður tekinn til verndargæslu og keyrður heim þar sem hann var ölvaður á almannafæri við Víkurveg á miðjum gatnamótum. 01:53 - Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem sagður var liggja á Túngötu. 01:56 - Lögregla kölluð í Frostafold þar sem drengur svaf ölvunarsvefni í stigagangi. Honum var ekið heim til sín. 02:00 - Lögregla hefur afskipti af manni skornum á hendi eftir slys við Vatnsstíg. Sjúkrabíll kom á staðinn. 02:00 - Lögregla aðstoðaði dyraverði á skemmtistaðnum Amsterdam þar sem þeir áttu í vandræðum með mann sem var með læti inni. Honum var vísað út og sló í leiðinni dyravörð. 02:02 - Dyraverðir á Miðbar við Laugaveg tjónkuðu ekki við konu. Henni var vísað á brott. 02:03 - Lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar í Hraunbæ. 02:14 - Lögregla fær tilkynningu um hávaða í húsi við Óðinsgötu. Ekkert óeðlilegt að sjá eða heyra á staðnum. 02:16 - Bíl velt með handafli í Austurstræti. Ekki náðist í eiganda bílsins, sem lögregla tók í vörslu sína. 02:18 - Maður vill kæra dyraverði á Ara í Ögri eftir átök. Hann sagðist hafa misst tönn og var fluttur á slysadeild með áverka í andliti. 02:31 - Bruni í heimahúsi. Maður var að fikta með skiparakettu inni í svefnherbergi hjá sér og kviknaði í henni. Af varð nokkur reykur og kviknaði í sængurfötum. Skemmdir voru minniháttar. 02:34 - Lögregla kölluð í heimahús þar sem maður hafði dottið úr hjólastól og komst ekki í hann aftur hjálparlaust. 02:36 - Kvartað yfir hávaða við Hulduborgir. Ekkert að heyra á staðnum. 02:39 - Ölvaður maður handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum við störf. 02:42 - Dyraverðir óska aðstoðar vegna slagsmála á skemmtistað við Tryggvagötu. Einn handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. 02:42 - Lögregla kölluð til vegna meðvitundarlauss manns á Opus í Hafnarstræti. Sjúkrabíll á leiðinni. 02:49 - Starfsmenn á skemmtistaðnum Pravda óskuðu aðstoðar vegna konu sem sögð var ósjálfbjarga. Konan var mjög ölvuð og faðir hennar sótti hana á lögreglustöðina. 02:49 - Maður tekinn á Kaplaskjólsvegi grunaður um ölvun við akstur, en þar hafði hann lent í óhappi. 02:59 - Tilkynning barst um eignaspjöll og skemmdarverk við Hverfisgötu, en þar höfðu rúður verið brotnar í verslun. Ekki náðist í eiganda verslunarinnar. 03:05 - Maður tekinn á Suðurlandsvegi og færður á stöð grunaður um ölvun við akstur. 03:11 - Útkall vegna bruna við Bergstaðastræti. Maður hafði verið að sjóða bjúgu en sofnaði frá verkinu þannig að bjúgað brann við. Hann var svo ósamvinnuþýður þegar lögreglu bar að og neitaði að gefa upplýsingar um sig. Hann var í framhaldinu fluttur á stöð og gaf þar upp nafn og kennitölu. 03:16 - Afskipti höfð af öldauðum manni við Hverfisgötu. Lifnaði við og gekk sína leið. 03:18 - Konu ekið á slysadeild með gat á höfði. Var mjög ölvuð og hafði, að sögn vinkonu, dottið á bifreið á Laugavegi. 03:18 - Drengur fluttur á slysadeild eftir að lögregla ók fram á hann alblóðugan í Lækjargötu. Hann hafði staðið við hliðina á manni sem fékk flösku í höfðuðið. Drengurinn hlaut djúpan skurð af glerbroti sem kastaðist í hann. 03:20 - Húsráðandi talinn á að lækka í hljómflutningstækjum í heimahúsi. 03:20 - Dyravörður tilkynnti mannsöfnuð við skemmtistaðinn Sólon og sagði stefna í átök. Lögregla kom á staðinn, en þar voru engin átök. 03:22 - Tilkynnt um ölvaðan ökumann á leið um Ártúnsbrekku. 03:23 - Ökumaður fluttur á stöð grunaður um ölvun við akstur á Sléttuvegi. 03:39 - Kona sagði barnabarn sitt, unga stúlku, hafa tekið bíl hennar ófrjálsri hendi og vera ölvaða á leið til Grindavíkur. Hún hafði verið stöðvuð á leiðinni og var konunni tilkynnt að bifreiðin væri á lögreglustöðinni í Keflavík. 03:41 - Fólk í heimahúsi lofaði að hafa lægra þar sem það var að spila partíspil. 03:46 - Tilkynnt um veika stúlku í Þjóðleikhúskjallaranu. Hafði kastað upp á gólfið og var flutt á brott með sjúkrabíll. 03:47 - Afskipti höfð af hópslagsmálum í Austurstræti, en þar ók lögregla fram á marga unga menn að slást. Lögregla stillti til friðar. Einn var með verulega áverka á höfði, en ekki vitað hver veitti þá. Lögregla gaf mönnunum upplýsingar um kæruferli og svo héldu vinahóparnir tveir sem lent hafði saman í sína áttina hvor. 03:48 - Ölvuð kona var til vandræða á skemmtistaðnum 22 við Laugaveg. Henni var ekið heim til sín. 03:58 - Lögreglumenn í forvarnadeild tilkynntu um slagsmál við Ingólfstorg. Einn var handtekinn og annar aðstoðaður í bifreið. Þolandinn mjög ölvaður drengur, hringt var í móður hans og hann síðan sóttur. 04:00 - Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar á Miðbar við Laugaveg. Kallað var á sjúkrabíll vegna manns sem lá eftir slagsmál. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Það sem af er árinu hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hnífstungumála í Reykjavík. Nú síðast var grunaður hnífamaður úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa stungið annan í bakið aðfaranótt sunnudags. Á laugardagsmorgun var framið morð við Hverfisgötu þar sem ungur karlmaður var stunginn í brjóstið í samkvæmi í íbúðarhúsi. Sá sem grunaður er um verknaðinn var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Lögregla hefur áhyggjur af þeirri þróun að nú virðist færast í aukana að menn gangi með eggvopn og barefli á sér. Vopnalög Í fimmta kafla vopnalaga er eftirfarandi setning: "Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara." Þar kemur einnig fram að blátt bann liggur við því að ganga með bitvopn ef blaðið er lengra en tólf sentimetrar, fjaðrahníf, fjaðrarýting, fallhníf, fallrýting, stunguvopn eða önnur slík vopn. Brot gegn þessum reglum geta varðað sektum eða fangelsisvist í allt að fjögur ár, þá fyrir það eitt að eiga eða bera slík vopn. Alvarlegri afleiðingar ofbeldisverka Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að ef litið sé til síðustu ára sé ekki að merkja neina umtalsverða fjölgun ofbeldisbrota. Hitt sé þó verra að brotin verði sífellt alvarlegri. Menn noti í átökum ýmiss konar eggvopn, hnífa og jafnvel skrúfjárn. Svo virðist einnig sem brotin séu oftast framin af litlum ástæðum. Þá má segja að oft sé það samnefnt með þessum alvarlegu brotum að þau séu framin undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Mikið handlagt af vopnum Sigurbjörn Víðir vill ekki meina að vopnaburður sé orðinn viðtekin venja í undirheimum Reykjavíkur þó að verulega aukningu megi merkja á því að menn gangi með eggvopn og barefli. Fólk beri því við þegar það er tekið vopnað af lögreglu að vopnin séu borin til að verja sig og það óttist mjög að á það verði ráðist. Hann segir það alveg hreint ótrúlegt hversu mikið sé handlagt af ólöglegum vopnum. Ekki er mikið um það enn að menn gangi með skotvopn á sér úti á götu en þrátt fyrir það leggur lögregla hald á nokkuð magn ólöglegra skotvopna í húsleitum. Vopnin eru þá stolin og ólögleg af þeirri ástæðu. Ekki virðist þó vera til í dæminu að skotvopn séu flutt ólöglega hingað til lands. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það karlmenn sem teknir eru með ólögleg vopn. Oftast er það þá ungt fólk sem á í hlut. Morðið sem framið var á laugardagsmorgun var annað morðið sem framið er með eggvopni í Reykjavík á þessu ári. Hitt málið var þegar Víetnaminn Vu Van Phong var stunginn til bana á heimili í Kópavogi um hvítasunnuna. Meintur banamaður Phong, Phu Tien Nguyen, situr enn í gæsluvarðhaldi en það rennur út nú á morgun. Að sögn Sigmundar Hannessonar, lögmanns hans, er málið enn í rannsókn og því búist við að gæsluvarðhaldið verði framlengt. Rannsóknin er þó á lokastigi og er búist við því að ákæra verði gefin út á næstunni. Erill hjá lögreglu á Menningarnótt: Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á menningarnótt og sagði Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn á forvarna- og fræðsludeild að færslur í atburðaskrá lögreglu séu á sjöunda tug talsins á tímanum frá miðnætti til fjögur á aðfararnótt sunnudagsins. Hér fer á eftir upptalning á sumum þessara verkefna sem gefa ætti nokkra mynd af því hversu fjölbreytt verkefni lögreglu voru þessa nótt. 00:12 - Gönguhópar lögreglu voru á leið að sinna stúlku sem fallið hafði í götuna og slasast þegar þeir gegnu fram á hvar þrír til fjórir menn gegnu í skrokk á einum. Lögregla greip inn í og voru þrír handteknir. Óskað var eftir frekari aðstoð þar fjölda fólks bar að vegna átakanna. Mikið lögreglulið kom á vettvang, en svo virðist sem í átökunum við hantökuna hafi fórnarlambið forðað sér sjálfur og náðist ekki í hann. Þar sem enginn þolandi var á þessu stigi og mennirnir virtust ekki undir áhrifum var þeim sleppt að loknu tiltali á lögreglustöð. 00:29 - Par kom inn á lögreglustöð við Hverfisgötu og var konan meðvitundarlítil. Að sögn mannsins höfðu þau farið í tæki í tívólíi niðri í bæ, þar sem fólk er híft í sætum sínum upp turn og svo látið detta niður nokkrum sinnum. Hann sagði að um 15 mínútum eftir að hún fór í tækið hafi hún misst allan mátt og ekki geta staðið í fæturna. Lögregla kallaði til sjúkrabifreið sem flutti konuna á sjúkrahús. 00:39 - Lögregla kölluð til vegna áreksturs strætisvagns og fólksbíls. Engin meiðsli urðu á fólki. 01:09 - Líkamsárás í Hverfisgötu. Maður stunginn með hnífi og árásarmaðurinn handtekinn skömmu síðar í Lækjargötu. 01:12 - Lögregla kölluð í fjölbýlishús í Breiðholti þar sem eldri maður hafði fallið fram úr rúmi sínu og ættingi komst ekki til að aðstoða hann. 01:12 - Afskipti höfð af ölvuðum manni við Ægisgötu þar sem hann var blóðugur á höfði. Hann neitaði aðstoð og kvaðst eiga heima rétt hjá. 01:14 - Maður fluttur úr Bankastræti á slysadeild með skurð eftir flösku. 01:14 - Lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar í íbúð við Langholtsveg. Maðurinn var á leiðinni út þegar lögregla kom á staðinn. 01:17 - Kvartað vegna hávaða frá gleðskap við Grettisgötu, en svo hringt aftur og aðstoð afþökkuð. 01:18 - Kvartað vegna hávaða frá gleðskap við Hörpugötu. Þegar lögregla kom á staðinn var enginn hávaði, en rætt við fjóra drengi. Mikil gleði hafði verið í húsinu áður en lögregla kom. 01:19 - Dyraverðir á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg óskuðu eftir aðstoð lögreglu. Bíllinn sem til var kvaddur lenti í öðru meira áríðandi máli og ekki annar laus til að sinna þessu. 01:20 - Tilkynning barst um slagsmál við bensínstöð Esso Geirsgötu. 01:20 - Ölvaður maður fluttur í fangageymslu, en lögreglu barst tilkynning um að hann væri ósjálfbjarga í Ártúnsbrekku. 01:21 - Kvartað yfir hávaða í Gullengi í Grafarvogi. Lögregla ræddi við húsráðanda sem lofaði að hafa hægar um sig. 01:37 - Kvartað vegna hávaða frá tónlist í heimahúsi. Húsráðandi lofar að lækka. 01:39 - Dyravörður á skemmtistað óskaði aðstoðar vegna slagsmála utandyra á Laugavegi. Komið hafði upp ágreiningur gests og dyravarðar. Enginn var handtekinn og enginn fluttur á brott. 01:44 - Lögregla kölluð til vegna manns sem var með bjölluónæði í húsi við Bergsstaðastræti. 01:53 - Maður tekinn til verndargæslu og keyrður heim þar sem hann var ölvaður á almannafæri við Víkurveg á miðjum gatnamótum. 01:53 - Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem sagður var liggja á Túngötu. 01:56 - Lögregla kölluð í Frostafold þar sem drengur svaf ölvunarsvefni í stigagangi. Honum var ekið heim til sín. 02:00 - Lögregla hefur afskipti af manni skornum á hendi eftir slys við Vatnsstíg. Sjúkrabíll kom á staðinn. 02:00 - Lögregla aðstoðaði dyraverði á skemmtistaðnum Amsterdam þar sem þeir áttu í vandræðum með mann sem var með læti inni. Honum var vísað út og sló í leiðinni dyravörð. 02:02 - Dyraverðir á Miðbar við Laugaveg tjónkuðu ekki við konu. Henni var vísað á brott. 02:03 - Lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar í Hraunbæ. 02:14 - Lögregla fær tilkynningu um hávaða í húsi við Óðinsgötu. Ekkert óeðlilegt að sjá eða heyra á staðnum. 02:16 - Bíl velt með handafli í Austurstræti. Ekki náðist í eiganda bílsins, sem lögregla tók í vörslu sína. 02:18 - Maður vill kæra dyraverði á Ara í Ögri eftir átök. Hann sagðist hafa misst tönn og var fluttur á slysadeild með áverka í andliti. 02:31 - Bruni í heimahúsi. Maður var að fikta með skiparakettu inni í svefnherbergi hjá sér og kviknaði í henni. Af varð nokkur reykur og kviknaði í sængurfötum. Skemmdir voru minniháttar. 02:34 - Lögregla kölluð í heimahús þar sem maður hafði dottið úr hjólastól og komst ekki í hann aftur hjálparlaust. 02:36 - Kvartað yfir hávaða við Hulduborgir. Ekkert að heyra á staðnum. 02:39 - Ölvaður maður handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum við störf. 02:42 - Dyraverðir óska aðstoðar vegna slagsmála á skemmtistað við Tryggvagötu. Einn handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. 02:42 - Lögregla kölluð til vegna meðvitundarlauss manns á Opus í Hafnarstræti. Sjúkrabíll á leiðinni. 02:49 - Starfsmenn á skemmtistaðnum Pravda óskuðu aðstoðar vegna konu sem sögð var ósjálfbjarga. Konan var mjög ölvuð og faðir hennar sótti hana á lögreglustöðina. 02:49 - Maður tekinn á Kaplaskjólsvegi grunaður um ölvun við akstur, en þar hafði hann lent í óhappi. 02:59 - Tilkynning barst um eignaspjöll og skemmdarverk við Hverfisgötu, en þar höfðu rúður verið brotnar í verslun. Ekki náðist í eiganda verslunarinnar. 03:05 - Maður tekinn á Suðurlandsvegi og færður á stöð grunaður um ölvun við akstur. 03:11 - Útkall vegna bruna við Bergstaðastræti. Maður hafði verið að sjóða bjúgu en sofnaði frá verkinu þannig að bjúgað brann við. Hann var svo ósamvinnuþýður þegar lögreglu bar að og neitaði að gefa upplýsingar um sig. Hann var í framhaldinu fluttur á stöð og gaf þar upp nafn og kennitölu. 03:16 - Afskipti höfð af öldauðum manni við Hverfisgötu. Lifnaði við og gekk sína leið. 03:18 - Konu ekið á slysadeild með gat á höfði. Var mjög ölvuð og hafði, að sögn vinkonu, dottið á bifreið á Laugavegi. 03:18 - Drengur fluttur á slysadeild eftir að lögregla ók fram á hann alblóðugan í Lækjargötu. Hann hafði staðið við hliðina á manni sem fékk flösku í höfðuðið. Drengurinn hlaut djúpan skurð af glerbroti sem kastaðist í hann. 03:20 - Húsráðandi talinn á að lækka í hljómflutningstækjum í heimahúsi. 03:20 - Dyravörður tilkynnti mannsöfnuð við skemmtistaðinn Sólon og sagði stefna í átök. Lögregla kom á staðinn, en þar voru engin átök. 03:22 - Tilkynnt um ölvaðan ökumann á leið um Ártúnsbrekku. 03:23 - Ökumaður fluttur á stöð grunaður um ölvun við akstur á Sléttuvegi. 03:39 - Kona sagði barnabarn sitt, unga stúlku, hafa tekið bíl hennar ófrjálsri hendi og vera ölvaða á leið til Grindavíkur. Hún hafði verið stöðvuð á leiðinni og var konunni tilkynnt að bifreiðin væri á lögreglustöðinni í Keflavík. 03:41 - Fólk í heimahúsi lofaði að hafa lægra þar sem það var að spila partíspil. 03:46 - Tilkynnt um veika stúlku í Þjóðleikhúskjallaranu. Hafði kastað upp á gólfið og var flutt á brott með sjúkrabíll. 03:47 - Afskipti höfð af hópslagsmálum í Austurstræti, en þar ók lögregla fram á marga unga menn að slást. Lögregla stillti til friðar. Einn var með verulega áverka á höfði, en ekki vitað hver veitti þá. Lögregla gaf mönnunum upplýsingar um kæruferli og svo héldu vinahóparnir tveir sem lent hafði saman í sína áttina hvor. 03:48 - Ölvuð kona var til vandræða á skemmtistaðnum 22 við Laugaveg. Henni var ekið heim til sín. 03:58 - Lögreglumenn í forvarnadeild tilkynntu um slagsmál við Ingólfstorg. Einn var handtekinn og annar aðstoðaður í bifreið. Þolandinn mjög ölvaður drengur, hringt var í móður hans og hann síðan sóttur. 04:00 - Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar á Miðbar við Laugaveg. Kallað var á sjúkrabíll vegna manns sem lá eftir slagsmál.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira