Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni 28. desember 2006 06:45 Ólafur Ólafsson Í grein sinni segir Ólafur að horfur í viðskiptum á næsta ári séu almennt góðar og telur tilefni til sæmilegrar bjartsýni. Mynd/Hreinn Magnússon Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira