Kjósa í fyrsta sinn 27. júlí 2006 19:11 25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð. Erlent Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira